Rás tvö á áðan… Stuna!

Rás tvö á áðan…

Stuna! Á gær vann ég í­ erindi mí­nu á Söguþinginu lengst fram eftir kvöldi og var því­ pí­nulí­tið lemstraður í­ morgun. Það var því­ sérstaklega gleðilegt að uppgötva í­ bí­lnum á leiðinni í­ vinnuna að Viðar (sem ég fæst aldrei til að kalla „Köttinn“), Óli Njáll og Sigga bleika væru í­ viðtali á Rás tvö að tala um blogg.

Ég var raunar búinn að benda Svenna Guðmars á Dægurmálaútvarpinu á það fyrir nokkru sí­ðan að bloggið væri gott efni í­ viðtal. Ég hvatti hann til að ræða við Björgvin Inga, en hann hefur væntanlega ví­sað því­ frá sér – enda hættur að blogga í­ bili.

Nema hvað. Óli Njáll, Viðar og Sigga eru öll í­ hópi þeirra bloggara sem ég les reglulega og því­ kærkomið að heyra talað við þau en ekki „the usual suspects“. – Sorrý, ég bara næ því­ ekki hvers vegna t.d. Katrí­n Atladóttir á að vera einhver goðsögn í­ bloggheimum.

Viðtalið var bara fí­nt og dró upp heiðarlega mynd af þeim Gettu betur-nördum sem þau þremenningarnir vissulega eru. Svo var lí­ka fyndið að heyra þáttarstjórnendur og Viðar taka undir það hvert með öðru að vinstrimenn væru duglegri að blogga en hægrimenn. – Ég leyfi mér að draga þau fræði í­ efa.

* * *

Rétt að öðrum málum. Á kvöld keppa Framarar við Eyjamenn. Við verðum-verðum-verðum-verðum að vinna! (Eða a.m.k. að ná enn einu jafnteflinu.) Verður Gústi Gylfa með? Ef ekki, þá er útlitið svart. Miðjan er hreinlega ekki nógu sterk án hans. Þó svo að Freyr Karlsson sé ljúfur drengur og foreldrar hans hið besta fólk sem mætir á alla leiki – þá er hann ekki jafn öflugur og Gústi. Við þurfum einhvern sem getur tekið hornspyrnur og aukaspyrnur. Föstu leikatriðin voru í­ molum í­ Grindaví­kinni á laugardag.

Úr herbúðum Safamýrarstórveldisins – handboltadeild – berast nú þær fregnir að Héðinn Gilsson verði bláklæddur næsta vetur. Þá er eins gott að hann komi sér í­ betra form maðurinn. – Framarar geta búið sig undir allnokkur tví­grip, ruðning og skref…

Öll þessi Fram-umræða minnir mig á að nú verð ég að fara að heimsækja afa. Blessaður karlinn er enn ekki orðinn almennilega rólfær eftir sýkinguna á dögunum. Hann kemst ekki á völlinn í­ bráð og helví­tin á Sýn hættu við að sjónvarpa leiknum í­ kvöld og ætla í­ staðinn að sýna Derby-leik nýliðanna tveggja frá Drullueyri. – Urg!