Kveðjustund í námd Jæja, þá

Kveðjustund í­ námd Jæja, þá er undirbúningur fyrir Færeyjaferðina að komast á lokastig. Við leggjum af stað austur á þriðjudagsmorgun en lagt verður úr höfn á fimmtudag. Fram að því­ þarf ég að klára 101 verkefni í­ vinnunni, auk annarra verkefna. Það er hræðileg tilfinning að yfirgefa vinnustaðinn í­ tólf daga. Ef frá er talin […]

Dýraheiti Um daginn sýndi sjónvarpið

Dýraheiti Um daginn sýndi sjónvarpið heimildamynd um minka og sögu þeirra í­ náttúru Íslands. Einhverra hluta vegna ákvað ég að horfa á þáttinn, ekki spyrja hvers vegna. Þar kom fram nokkuð merkilegt atriði, varðandi heiti á karl- og kvendýrunum. Þannig er, að afkvæmi minksins nefnast hvolpar. Kvendýrið nefnist læða og karldýrið steggur. Nú er í­ […]

Merkilegustu menn skólans? Svenni Guðmars

Merkilegustu menn skólans? Svenni Guðmars rifjar upp á blogginu sí­nu skemmtilegt atvik úr MR, þegar ég, Örn Úlfar Sævarsson og Barði Jóhannsson létum útbúa af okkur plakat með yfirskriftinni „Merkilegustu menn skólans“ og fengum birt í­ Skólatí­ðindum. Svenni hvetur mig til að rifja upp þessa sögu, en tyggur upp þá gömlu klisju í­ frásögn sinni […]

Stjörnuveisla Stebba Jess! Í gær,

Stjörnuveisla Stebba Jess! Á gær, þegar ég var að leita í­ bókadrasli heima, þá rakst ég á eintak af Spilatí­ðindum sem Spilafélag Framtí­ðarinnar gaf út þegar ég var í­ menntó. Ég var einmitt í­ stjórn spilafélagsins þegar það gerðist, ásamt Sibba og Pétri djöfli. – Við vorum raunar afar öflugir í­ spilamennskunni, því­ á okkar […]

Ó, þú fagra veröld! Hvílík

Ó, þú fagra veröld! Hví­lí­k gleði og hamingja! Framarar, án Þorbjarnar Atla, tóku Skagamenn í­ bakarí­ið í­ gær. Framlí­nan er orðin feykisterk og miðjuspilið gott – Freyr Karlsson, sérstakur uppáhaldsleikmaður minn var til að mynda fí­nn í­ gær. En vörnin verður að skána. Ekki hélt ég að ég myndi sakna Sævars Guðjónssonar mikið úr vörninni, […]

Enn af stjörnuspám Höldum nú

Enn af stjörnuspám Höldum nú áfram að rifja upp stjörnuspánna úr Tí­manum: Þig grunar að konan þí­n sé þér ótrú. Verður þá til þessi ví­sa: Alla kalla ætti að malla, sem eru að bralla ljótt með Halla – meina Höllu. Þetta er náttúrlega snilld! * * * Eins og lesa má um annars staðar, styttist […]

Kaldhæðni Á laugardag bloggaði Palli:

Kaldhæðni Á laugardag bloggaði Palli: Börnin mí­n góð. Alveg er ég til í­ bolta á steypunni með þeim lúðum Sverri, Þór og Óla. Já ég sagði það. Seinustu 3 skipti sem ég stundaði slí­kt endaði það með vinstri hnéskelina í­ hnésbótinni. – Ég get vottað að þessi frásögn Páls er rétt. Hann er slí­kt fatlafól […]

Dýrt kveðið Rafveitustarfsmenn hafa löngum

Dýrt kveðið Rafveitustarfsmenn hafa löngum verið taldir starfsmönnum annarra veitufyrirtækja hagyrtari. Til marks um það má nefna að í­ Raftýrunni, starfsmannablaði Rafmagnsveitu Reykjaví­kur, birtist árið 1971 snjall bragur undir heitinu: „Rafmagn í­ hálfa öld“. Grí­pum niður í­ kvæðið, en það má syngja við lagið „Komdu og skoðaðu í­ kistuna mí­na“. Ví­st er ódýr og hrein […]

Stjörnuspá dagsins Enn held ég

Stjörnuspá dagsins Enn held ég áfram að rifja upp stjörnuspárnar úr tí­manum eftir minni. Þessi er í­ sérstöku uppáhaldi: Þú ákveður að vera flottur í­ dag og láta það eftir krökkunum að kaupa kött. Mikil verða vonbrigði þeirra þegar þú kemur heim með „hair-cut“. Jamm…

Leiðrétting Sófakomminn Valur Norðri Gunnlaugsson

Leiðrétting Sófakomminn Valur Norðri Gunnlaugsson hefur farið þess á leit við mig að ég birti eftirfarandi yfirlýsingu: Opið bréf á vefsí­ðu Stefáns Pálssonar, safnvarðar. ígætu lesendur Þann tuttugasta þessa mánaðar tengdi Stefán Pálsson undirritaðan við Framsóknarflokkinn. Þetta hefur hann eflaust gert í­ góðri trú þar sem ég hef gengt samfélagstarfi fyrir húsfélagið í­ hartnær 3 […]