Djöfulsins, djöfulsins, djöfull!
Urgh! Fór ásamt Sverri á Fylki – Fram í írbænum. Hvílíkt svindl! Hvílíkt svekkelsi!
Ég hef ekki í annan tíma séð jafn mikið skítamark og annað mark Fylkismanna. Þetta var laflaus bolti lengst utan af velli sem Gunni markvörður átti ekki í neinum vandræðum með – allt þar til knötturinn lenti á hól og skoppaði yfir Gunnar. – Það á að refsa liðum en ekki verðlauna þau fyrir að eiga þýfða velli. Ég er foxillur!
Þorbjörn Atli var langflottastur að venju, enda besti leikmaðurinn í boltanum hérna heima. – Ingvar var líka fantagóður í vörninni. Aðrir síðri.
Nú eru Framarar komnir með þremur stigum minna en maklegt væri eftir fjórar umferðir (tveimur núna og einu gegn Eyjamönnum). Rosalega er þetta að leggjast illa í mig.
* * *
Kína er með ferlega slappt fótboltalið.