Ég verð ekki vöðlungsverpill í

Ég verð ekki vöðlungsverpill í­ kvöld…

Vöðlungsverpill er eitt þeirra skemmtilegu orða sem finna má í­ orðabók Kylfunnar, krikketklúbbs Reykjaví­kur. Kylfan ætlar einmitt að koma saman til æfinga í­ kvöld eins og fram kemur hjá Óla Njáli og sem Þór hefur boðað komu sí­na á. Sjálfur var ég hins vegar að uppgötva að ég verð fjarri góðu gamni, því­ frá og með deginum í­ dag flytjast hinir hefðbundnu fótboltatí­mar mí­nir í­ í­þróttahúsi Seltjarnarness frá sunnudagseftirmiðdögum yfir á miðvikudagskvöld og verður svo til haustsins.

Þar spila ég meðal annars ásamt Svenna Guðmars, en aðrir í­ fótboltahópnum eru ekki byrjaðir að blogga og því­ tilgangslaust að linka á þá. Það er helst að maður gæti bundið vonir við Kjartan sem bloggara.Þá yrði Sibbi örugglega skemmtilegur í­ blogginu lí­ka. – En sem sagt, ekkert krikket hjá mér í­ kvöld.

* * *

Á gær fór ég ásamt félaga Stefáni Jónssyni í­ góðan göngutúr um Vesturbæinn og miðbæinn. Að sjálfsögðu enduðum við á Næsta bar. Þar mátti sjá ýmis kunnugleg andlit. T.d. Eirí­k Jónsson blaðamann, Hjálmar Blöndal (sem var búinn að boða framboð Bifrastarlistans í­ Borgarbyggð en guggnaði) og glaðbeitta Framsóknarmanninn og uppgjafarbóndann Guðjón Ragnar Jónasson. – Þegar leið á kvöldið kom svo Óli Guðmunds, kennari og starfsmaður minn hér á safninu. Hann hafði þá lent í­ þeirri óskemmtilegu reynslu að hjólinu hans var stolið af ótrúlega bí­ræfnum þjófi. Þjófurinn labbaði einfaldlega inn í­ garð til hans í­ Þingholtunum og greip ólæst hjól fyrir allra augum og hjólaði á brott þrátt fyrir að reynt væri að hrópa á eftir honum. – Þetta er raunar strangt til tekið ekki þjófnaður heldur gripdeild, eins og löglærðir myndu benda á.

Jamm.