Fíflin á Sýn Hversu aumkunarverður

Fí­flin á Sýn

Hversu aumkunarverður getur einn maður verið? Ég ákvað að grynnka á sumarfrí­sdögunum mí­num í­ dag, til að horfa á fótbolta og að fara að huga að því­ að breyta Söguþingsfyrirlestrinum mí­num í­ grein í­ ráðstefnuritið – nema hvað, klukkan er varla orðin tvö og ég er mættur í­ vinnuna!

Annars er þetta búið að vera öflugur dagur í­ knattspyrnulegu tilliti. Ég mætti til Ragga Kristins, formanns Kylfunnar, krikketklúbbs Reykjaví­kur kl. 6:15. Þar horfðum við á tvo fyrri leikina. Þriðja leikinn, Frakkland-Uruguay horfðum við svo á niðri í­ bæ, nánar tiltekið á Glaumbar. Þangað mætti félagi Ólafur, fremur stúrinn eftir að hafa tapað máli í­ héraðsdómi.

Nú lagði ég upp með að halda með Frökkum í­ þessari keppni og ekki verður annað sagt en að þar stefni í­ algjört skipbrot. – Hins vegar er óþolandi að í­þróttafréttamennirnir á Sýn kunni ekki að reikna út einföld reikningsdæmi þótt þeir eigi lí­fið að leysa. Mennirnir deleruðu fram og til baka um það hvað staðan í­ riðlinum þýddi varðandi þriðju umferðina. Þetta er ákaflega einfalt dæmi:

Á þriðju umferðinni í­ A-riðli verða tveir leikir: Uruguay-Senegal og Danmörk-Frakkland. Aðeins annað liðið kemst áfram úr hvorri viðureign – aldrei bæði. Senegal dugir jafntefli gegn Uruguay, en sigur hleypir Suður-Amerí­kumönnunum áfram. Danir mega hins vegar gera jafntefli eða tapa með einu marki gegn Frökkum, en tveggja marka sigur kemur Frökkum áfram. – Þetta er ekki svo erfitt að reikna út. – Urgh!