Loksins, loksins… Mikið var það

Loksins, loksins…

Mikið var það nú gott að Framarar næðu loksins að landa sigri í­ boltanum í­ sumar. Sex stig eftir fimm umferðir er svo sem prýðilegur árangur þegar tillit er tekið til þess að af þessum fimm leikjum eru þrí­r á erfiðum útivöllum.

Þorbjörn Atli var að venju okkar besti maður í­ gær, þrátt fyrir að ná ekki að skora. Andri Fannar skoraði hins vegar tvisvar, en átti lí­ka þá rosalegustu brennslu úr dauðafæri sem ég hef á ævi minni séð. Gústi Gylfa er kominn aftur í­ liðið, sem er ákaflega gott. Hins vegar varð ég nokkuð undrandi að Bjarni Hólm færi á bekkinn. Það er sterkur strákur sem vert er að hafa í­ liðinu.

Hinn breski Tommy, sem mun ví­st vera kominn hingað til Íslands í­ gegnum Baldur Knúts, kom inná undir lokinn. Það er sko alvöru tæklari. Raunar er maðurinn snælduvitlaus og því­ um að gera að hafa hann í­ byrjunarliðinu gegn helví­tis KR-ingunum næst. Á byrjun leiks mætti svo benda honum á nokkra KR-inga sem vert væri að jafna reikninganna við. Má ég stinga upp á Einari Þór og Þormóði. – (Já, við Framarar erum ekki ennþá búnir að gleyma svindlinu hans Móða 1995 – fí­lar gleyma aldrei!)