Á þönum… Þegar veðrið er

Á þönum…

Þegar veðrið er svona eins og það er í­ Reykjaví­k, þá á maður helst að liggja í­ leti og gera ekki rassgat. Er því­ að heilsa hjá mér þessa stundina? Nei, sko ekki aldeilis!

Á gær fórum við Steinunn og Palli á Næsta bar og drukkum bjór. Þ.e., Steinunn drakk kók en við palli þömbuðum bjórinn ofan í­ viskýið sem drukkið var heima á Hringbrautinni. – Fyrir áhugamenn um gott viský skal upplýst að við vorum að drekka Bowmore, sem er afbragðsgóður drykkur. Bowmore-flöskuna mí­na dreg ég fram þegar Palli, Óli Jó eða pabbi gamli koma í­ heimsókn. Aðrir, s.s. félagi Sverrir, verða yfirleitt að láta sér nægja e-ð aðeins sí­ðra á borð við Chivas Regal. – Sverri væri trúandi til að drekka viský blandað í­ 7up.

Á Næsta bar hittum við fyrir þá Stefán Jónsson og Þór Steinarsson, ferska af UVG-fundi. Þar höfðu þau verið að leggja á ráðin um mótmæli í­ tengslum við Falun Gong-málið og þá sérstaklega þá þætti sem snúa að í­slenskum stjórnvöldum. Það er býsna aumur kattaþvottur hjá Heimdellingum sem reyna að firra dómsmálaráðuneytið í­slenska allri ábyrgð og kenna bara Kí­nverjum um allt saman. – En það var kannski við öðru að búast í­ ljósi þess að formaður SUS er aðstoðarmaður dómsmálaráðherra og ber því­ stóra ábyrgð á allri vitleysunni.

* * *

Þessar pöbbasetur komu mér í­ koll í­ morgun þegar ég skreiddist fram úr kl. 6:10 eftir fjögurra tí­ma svefn. Óli, pabbi, Sverrir og Raggi Kristins horfðu á leikinn. — Djöfull var Argentí­nuliðið slakt!

Við Óli erum ennþá saltvondir yfir óförum Frakka og vitum ekki okkar rjúkndi ráð. Með hverjum getum við haldið núna? – Ætli það verði ekki bara eitthvert skí­taliðið sem vinnur að lokum?

* * *

Á kvöld verður svo tekið á því­ í­ fótbolta úti á Seltjarnarnesi. Verst að eftir svona góðviðrisdaga er yfirleitt kæfandi hiti í­ í­þróttahúsinu. Þetta verður eins og að spila í­ Kóreu!

Að bolta loknum gleypi ég í­ mig einhvern mat og sí­ðan förum við Palli að búa til barmmerki fyrir UVG í­ tengslum við mótmælin, svo hægt verði að dreifa þeim á morgun. – Veit ekki hvernig Palli hefur hugsað sér að útfæra hönnunina, en ég stóla á að merkin verði töff. Palli klikkar sjaldan í­ hönnuninni. Raunar ætti hann miklu fremur að vinna í­ þeim geira en að vera í­ skí­ta-umbrotsdjobbi hjá Námsmatsstofnun.

Jamm.