HM palladómar Jæja, ekki hefur

HM palladómar

Jæja, ekki hefur þessi bloggsí­ða verið jafn yfirfull af HM-vangaveltum og lofað var í­ upphafi. Ætli það sé þó ekki best að feeta í­ fótspor Óla Njáls og rekja sig í­ gegnum 16 liða úrslitin leik fyrir leik.

laugardagur 15. júní­:
Þýskaland – Paraguay. – Humm, ekki hef ég góða tilfinningu fyrir þessum leik. Ætli helví­tis Þjóðverjarnir muni ekki vinna þetta? Chilavert er orðinn þungur og seinn og lí­klega eru Paraguayar mettir eftir að hafa skriðið inn í­ útsláttarkeppnina. – En óskaplega væri það þó gaman ef Þjóðverjaófétin féllu úr keppni. (Lið sem er með Jancker í­ hópnum á einfaldlega ekki skilið að fara langt á HM.)

Danmörk – England. – Sálarstrí­ð! Nú er ég hatursmaður Dana frá fornu fari og óska þeim alls hins versta á stórmótum. Jafnframt er mér meinilla við Englendingar og dvölin í­ Skotlandi varð til þess að styrkja þá afstöðu mí­na til mikilla muna. – Það jákvæðasta við leikinn er að önnur þjóðin muni falla úr keppni. Hvort vil ég fremur að það verði Danir eða Englendingar? Tja, ég læt það liggja á milli hluta.

Lí­klega munu þó Tjallarnir hafa þetta að endingu. – Sjálfur hef ég meiri hug á að horfa á Fram keppa við ungmennalið Keflaví­kur í­ 32 liða úrslitum bikarkeppninnar en þennan leik.

sunnudagur 16. júní­:

Sví­þjóð – Senegal. – Á ljósi þess að pabbi heldur upp á fimmtugsafmælið sitt á laugardag, þar sem ég ætla að drekka eins og skúnkur og verða þunnur eins og múkki – er þá raunhæft að ég muni vakna í­ þennan leik? Tja, til hvers? Sví­ar munu vinna Senegalbúa án mikillar fyrirhafnar. Ég hef aldrei verið Sví­avinur og var t.d. alltaf meinilla við Thomas Brolin. En þetta Sví­alið er bara skrambi gott. Geta Sví­ar farið alla leið? Hver veit – nógu mikið af stóru þjóðunum eru svo sem fallnar úr keppni!

Spánn – írland. – Mikið hlýtur Roy Keane að lí­ða illa núna. Sennilega er honum eins innanbrjósts og Michael Laudrup var árið 1992 þegar hann neitaði að spila með Dönum á þeirri forsendu að þjálfarinn væri fí­fl. – Ekki þar fyrir að í­rska liðið væri neitt mikið öflugra með Keane. Veiku hlekkirnir væru eftir sem áður jafn fáránlega veikir og hvort sem hann er með eða ekki, þá veltur velgengni íra á því­ einu hvort þeim tekst að hlaupa og andskotast nógu lengi. Ég bara trúi ekki öðru en að Spánn vinni þetta. Ef ekki í­ venjulegum leiktí­ma, þá í­ framlengingu.

mánudagur 17. júní­:

Mexí­kó – Bandarí­kin. – Mexí­kó er með gott lið. Bandarí­kin ekki. – Auðvitað hefði hér verið skemmtilegra að fylgjast með Portúgölum í­ þessum leik, en sennilega var það bara gleðilegt að Suður Kóreumennirnir felldu þá úr keppni. Það á að refsa liðum fyrir svona aumingjaskap!

Brasilí­a – Belgí­a.írmann hefur spáð Belgum í­ undanúrslit (þó væntanlega hafi honum ekki verið ljóst að til þess þyrftu þeir að vinna Brasilí­u). Er ég galinn að taka undir þann spádóm? Eða kannski bara nihilisti?

Skrúðganga og samkoma í­ Hljómskálagarðinum. – Blöðrur og kandí­flos.

þriðjudagur 18. júní­:

Japan – Tyrkland. – Tyrkir eru með betra lið, en einhvern veginn er það ekki þeirra stí­ll að ná að leggja gestgjafa að velli. Japan vinnur og kemst í­ fjórðungsúrslit, þó ekki væri nema til að núa salti í­ sár Frakka, Argentí­numanna og Portúgala.

Suður Kórea – ítalí­a. – Á réttlátum heimi væru ítalir dæmdir úr keppni fyrir að vera skúnkar og Uruguay boðið að taka sæti þeirra í­ þessum leik. Það væri reyndar alveg eftir öðru ef ítalir hrykkju nú í­ gang og færu langt. – Ég ætla hins vegar að veðja á sigur heimamanna.

* * *

Og hvað myndi þetta svo þýða varðandi fjórðungsúrslitin?

Þýskaland eða Paraguay – Mexí­kó. – Eigum við ekki bara að leyfa óskhyggjunni að taka völdin og setja Mexí­kó í­ undanúrslitin? Það á alltaf að spá með hjartanu!

Spánn – Suður Kórea. – Grátur og gní­stran tanna í­ Seoul þegar Spánverjar vinna létt.

Danmörk eða England – Belgí­a. – Ég trúi því­ ekki að ég sé að spá Belgum sigri hérna… – ég bara trúi því­ ekki! Hví­lí­kur heimsósómi!

Sví­þjóð – Japan. – Sví­ar vinna hér.

Jamm.