Spámaðurinn illi… Enginn er ég

Spámaðurinn illi…

Enginn er ég spámaður, það er ví­st rækilega að koma í­ ljós núna eftir 16 liða úrslitin.

Svo virðist sem nálega hver einasti leikur sé að fara illa í­ þessari keppni og um leið og ég byrja að styðja e-ð lið, þá tapar það strax. Það er helst að hægt sé að hugga sig við sigur Tyrkja, þótt seint teljist þeir spila skemmtilega knattspyrnu.

Á maður að reyna sig við fjórðungsúrslitin? Tja, það verður varla mikið verra en sí­ðast:

England – Brasilí­a. Hví­lí­k örlög að þurfa að halda með Brasilí­u gegn ensku dusilmennunum! Það bara má ekki gerast að Tjallakvikindin fari í­ undanúrslit – ég tek það ekki í­ mál!

Tyrkland – Senegal. Hér munu mí­nir menn Tyrkir standa sig í­ stykkinu og tryggja sér öruggan sigur og sæti í­ undanúrslitum gegn Brössum. – Getur Tyrkland strí­tt Brasilí­u í­ þeim leik? Tja, hvers vegna ekki?

Spánn – ítalí­a. Helví­tis ítalí­uliðið ætti ekki að vera komið þetta langt. Nú verða Spánverjar að girða sig í­ brók og vinna. Annars er allt tapað! (Rosalega hef ég samt slæma tilfinningu fyrir þessum leik.

Bandarí­kin – Þýskaland. Geta Kanar leikið eftir afrek sitt frá 1930 og farið í­ undanúrslit? Það væri svo sem gleðilegt ef það kæmi Þjóðverjum úr keppni. Ekki lí­klegt samt. – Þjóðverjar fara áfram og tapa svo í­ undanúrslitum og svo aftur í­ leiknum um þriðja sætið.

– Spánn gegn Tyrklandi í­ úrslitum? Ekki amalegt það!

* * *

Nenni ekki að gefa skýrslu um atburði 17. júní­. Þeir sem vilja fá heilsteypta mynd af ferðum mí­num þann daginn geta lesið Sverri og Steinunni.

* * *

Það er fyndið að Palli stæri sig af því­ að vera hættur að reykja, en springi svo í­ bindindinu áður en hann nær að slökkva á tölvunni. – Frá því­ að ég kynntist Páli hefur hann lýst því­ yfir á nokkurra vikna fresti að hann sé hættur að reykja. Við þessi heit stendur hann að jafnaði í­ 2-5 daga. Hins vegar þrætir hann alltaf fyrir það eftir á að hann hafi hætt – heldur segist hann alltaf hafa „lagt grunninn að því­ að hætta“.

* * *

Jæja, þá er það eldamennskudagur í­ dag. Steinunn verður að kenna einhverjum kí­nverskum stelpum ensku í­ kvöld og er búin að panta krásir þegar heim er komið.

Seinna í­ kvöld er stefnan tekin á fund með dönskum ESB-andstæðingi, ef ég nenni.

Svo virðist sem krikketæfing kvöldsins hafi verið blásin af vegna veðurs. Það hljóta að vera vonbrigði fyrir suma.

* * *

Mér leiðist!