Skítaupplýsingabylting… Iss, það er nú

Skí­taupplýsingabylting…

Iss, það er nú asnalegt fyrirbæri þetta internet og ákaflega ofmetið. Nú ætlaði ég að rigga upp í­ hvelli menningargrein fyrir Múrinn um Smjattpattana og fór því­ á netið til að afla mér upplýsinga. En það skipti engu máli hvað ég sló „Munch bunch“ inn á margar leitarvélar, þá fann ég ekki neitt af viti.

Eru Smjattpattarnir virkilega ekki komnir á netið? Gæti þetta orðið köllun mí­n í­ lí­finu – að setja upp alþjóðlegt vefsvæði í­ máli og myndum um Smjattpattana? Vita menn t.d. almennt að „Spud“ í­ Trainspotting er nefndur eftir samnefndri persónu í­ Smjattpöttunum. Á í­slensku nefnist „Spud“ – „Baunabelgur prófessor“. – Svona fróðleik verða menn náttúrlega að halda til haga!

* * *

Þar sem í­ dag er miðvikudagur, er ég að sjálfsögðu á leið í­ fótbolta úti á Seltjarnarnesi um kvöldmatarleitið. Þar mun ég vonandi ná að vinna Svenna Guðmars enn eina ferðina. En Svenni er einmitt búinn að breyta útliti bloggsí­ðunnar sinnar. Hún lí­tur núna út eins og sí­ða Þórs Steinarssonar. – Þór hitti ég einmitt í­ gær á Ara í­ Ögri að loknum fundinum með þeim danska Bonde. Hjónakornin Þór og Helga drukku þar vatn og kaffi, enda á bí­l. Það fengu þau í­ hausinn þegar kom að heimferð, en þá fékk írmann þau til að skutla sér heim í­ ílfheimanna „úr því­ að þau ættu hvort sem er leið framhjá“. (Þór og Helga búa vestur í­ bæ…)

Af Þór er það hins vegar að segja, að hann er að leita sér að BA-ritgerðarefni í­ bókmenntafræðinni. Má ég stinga upp á efninu: „Smjattpattarnir“. Þá gæti hann t.d. reynt að svara því­ hvaða furðuávöxtur „þyrniber“ séu og hvers vegna þau séu svo sérstaklega hrekkjótt.

* * *

Af öðrum góðum mönnum í­ boltanum á eftir, má nefna Kjartan Bjarna Björgvinsson. Hann mun einmitt útskrifast úr lögfræðinni á laugardag. Við Steinunn erum boðin í­ partýið, sem og Sverrir Guðmundsson starfsmaður minn á Minjasafninu (hann ætti að fara að blogga) og væntanlega Viðar Pálsson lí­ka.