Skítaupplýsingabylting…
Iss, það er nú asnalegt fyrirbæri þetta internet og ákaflega ofmetið. Nú ætlaði ég að rigga upp í hvelli menningargrein fyrir Múrinn um Smjattpattana og fór því á netið til að afla mér upplýsinga. En það skipti engu máli hvað ég sló „Munch bunch“ inn á margar leitarvélar, þá fann ég ekki neitt af viti.
Eru Smjattpattarnir virkilega ekki komnir á netið? Gæti þetta orðið köllun mín í lífinu – að setja upp alþjóðlegt vefsvæði í máli og myndum um Smjattpattana? Vita menn t.d. almennt að „Spud“ í Trainspotting er nefndur eftir samnefndri persónu í Smjattpöttunum. Á íslensku nefnist „Spud“ – „Baunabelgur prófessor“. – Svona fróðleik verða menn náttúrlega að halda til haga!
* * *
Þar sem í dag er miðvikudagur, er ég að sjálfsögðu á leið í fótbolta úti á Seltjarnarnesi um kvöldmatarleitið. Þar mun ég vonandi ná að vinna Svenna Guðmars enn eina ferðina. En Svenni er einmitt búinn að breyta útliti bloggsíðunnar sinnar. Hún lítur núna út eins og síða Þórs Steinarssonar. – Þór hitti ég einmitt í gær á Ara í Ögri að loknum fundinum með þeim danska Bonde. Hjónakornin Þór og Helga drukku þar vatn og kaffi, enda á bíl. Það fengu þau í hausinn þegar kom að heimferð, en þá fékk írmann þau til að skutla sér heim í ílfheimanna „úr því að þau ættu hvort sem er leið framhjá“. (Þór og Helga búa vestur í bæ…)
Af Þór er það hins vegar að segja, að hann er að leita sér að BA-ritgerðarefni í bókmenntafræðinni. Má ég stinga upp á efninu: „Smjattpattarnir“. Þá gæti hann t.d. reynt að svara því hvaða furðuávöxtur „þyrniber“ séu og hvers vegna þau séu svo sérstaklega hrekkjótt.
* * *
Af öðrum góðum mönnum í boltanum á eftir, má nefna Kjartan Bjarna Björgvinsson. Hann mun einmitt útskrifast úr lögfræðinni á laugardag. Við Steinunn erum boðin í partýið, sem og Sverrir Guðmundsson starfsmaður minn á Minjasafninu (hann ætti að fara að blogga) og væntanlega Viðar Pálsson líka.