Leiðrétting Sófakomminn Valur Norðri Gunnlaugsson

Leiðrétting

Sófakomminn Valur Norðri Gunnlaugsson hefur farið þess á leit við mig að ég birti eftirfarandi yfirlýsingu:

Opið bréf á vefsí­ðu Stefáns Pálssonar, safnvarðar.

ígætu lesendur

Þann tuttugasta þessa mánaðar tengdi Stefán Pálsson undirritaðan við Framsóknarflokkinn. Þetta hefur hann eflaust gert í­ góðri trú þar sem ég hef gengt samfélagstarfi fyrir húsfélagið í­ hartnær 3 ár. Þrátt fyrir viðburðarí­ka en farsæla stjórnsýslu í­ húsfélaginu þá vil ég koma því­ á framfæri að ég er ekki framsóknarmaður og er því­ ekki að fara í­ framboð á þeirra vegum næsta vor. Einnig þykir mér ólí­klegt að Ólafur Jóhannes sé á þeim buxunum þar sem hann hyggur á nám erlendis frá og með næsta hausti.

Hinsvegar verðum við eflaust fremstu menn í­ stuðningsliði Björns Inga Hrafnssonar ef hann ákveður að koma fram í­ sviðsljósið fyrir næstu kosningar.

Valur Norðri Gunnlaugsson, formaður húsfélagsins að Hringbrautar 119 (ath. hér hættir fólki oft að ruglast á húsi Reykjaví­kurmafí­unnar en það er Hringbraut 121 og í­ augljósri niðurní­ðslu)

Er Valur og fjölskylda hans beðin hjartanlega asökunar á þessum hræðilegu mistökum. Það er sannkallað TURK 182 að saka menn ranglega um að vera Framsóknarmenn.