Talað í ráðgátum
írmann talar í ráðgátum um atvinnumál sín. Nú er alltaf erfitt að ráðleggja fólki þegar það talar í véfréttastíl, en´mér sýnist ég þó geta ráðið eitthvað í þetta hýróglífur:
Varðandi starf A, þá virðist írmann gleyma að taka með í reikninginn að á sumum vinnustöðum er meira af geggjuðu fólki en annars staðar. Hvers vegna að sækja í að vinna á stað þar sem annar hver maður er kexruglaður og allt gengur út á að rægja vinnufélagana og berjast við þá út af smámálum? – Auk þess á maður ekki að sleikja upp vitleysinga sem vilja hvorki heyra mann né sjá.
Ef starf C er það sem ég held að það sé, þá er það hikstalaust besti kosturinn í stöðunni. Auk þess getur það verið tímabundið – því það er ekki eins og verið sé að ráða sig fyrir lífstíð. – Það er alltaf vænlegast að ráða sig í vinnu þangað sem sóst er eftir manni.
* * *
Var að frétta í gær að Gvendur Strandamaður alias Guðmundur Ragnar Björnsson sé að útskrifast úr sagnfræðinni um helgina. Það eru frábærar fréttir.
Gvendur var með mér í Gettu betur-liði MR 1995. Hann fór í sagnfræðina í ársbyrjun 1997 en hefur verið að dóla sér í vinnu í kerskálanum hjá ísal. Hann lætur vel af sér í álverinu, en ég myndi þó fremur vilja sjá Gvend sem sögukennara – t.d. í gagnfræðaskóla. Hann hefur unun af því að tala um mannkynssögu, einkum styrjaldir fyrri alda.
* * *
Pressan birtir slúðurmola um yfirvofandi átök Framsóknarmanna í Reykjavík um þingsæti. Þessi frétt er um það bil eins heimskuleg og hugsast getur. (Fyrir utan þá staðreynd að hún gefur sér þá forsendu að flokkurinn sé nokkuð öruggur um fjögur þingsæti í borginni.)
Hvaða manni dettur í raun og veru í hug að Kristinn H. Gunnarsson, uppgjafaallaballi frá Bolungarvík eigi séns í þingmennsku fyrir flokkinn hér? – Eru menn búnir að gleyma því að Kristinn er bara á þingi núna vegna þess að Halldór ísgrímsson ákvað að taka Gunnlaug Sigmundsson af lífi pólitískt og vantaði mann í staðinn?
Og Arnþrúður á þing??? Halló ! ! ! írið er 2002 en ekki 1990. Arnþrúður gaf út bókina „Arnþrúður Karlsdóttir segir…“ fyrir síðustu jól og seldi líklega á milli 20 og 30 eintök. Er það vænlegt fyrir þingmannsefni?
Svo telur Pressan Guðjón Ólaf vera sterkan kandídat. (Nema að verið sé að gera grín að honum með því að kalla hann „mandarínu“ en ekki „mandarín“.) – Guðjón Ólafur er vinalegur náungi og eflaust afbragðs embættismaður – en pólitíkus er hann ekki.
Það er hins vegar skemmtilegt að sjá félaga Binga orðaðan við þingmennsku í svona slúðurmolum, þótt það sé jafnframt hárrétt athugað í greininni að honum liggi ekkert á að skella sér í slaginn. – Björn Ingi á hins vegar ekki að taka stefnuna á Reykjavík að mínu viti. Hann á að notfæra sér uppeldisár sín á Flateyri sem leið inn í Norð-vesturkjördæmið. Eftir fjögur ár verða Vestfirðingar nefnilega orðnir pirraðir á að vera þingmannslausir og þá hlýtur Palli Pedersen andskotakornið að fara að hætta á þingi. – Það kallar maður sóknarfæri!
Framsóknarmenn í Reykjavík ættu miklu fremur að bjóða fram þá góðu drengi Óla Jó og Val Norðra, sem eru vitaskuld eldheitir Framsóknarmenn. Ólafur hefur víðtæka reynslu af fjármálum sem gjaldkeri fótboltaklúbbsins sem ég er í og Valur hefur reynslu af yfirstjórnun sem formaður húsfélagsins á Hringbraut 119. – Þetta tel ég í það minnsta vera meira en fullnægjandi bakgrunn fyrir alþingismenn. (Auk þess sem þeir eru báðir miklir viský-áhugamenn.)
Af öðrum efnilegum Framsóknarmönnum myndi ég hiklaust nefna minn gamla skólabróður Guðjón Ragnar Jónasson. Hann hefur komið víða við og verið í mörgum flokkum og er jafnvígur á lífið í borginni og sveitinni. Þá er hann fastagestur á Næsta bar, en það er alltaf kostur.