Dýrt kveðið Rafveitustarfsmenn hafa löngum

Dýrt kveðið

Rafveitustarfsmenn hafa löngum verið taldir starfsmönnum annarra veitufyrirtækja hagyrtari. Til marks um það má nefna að í­ Raftýrunni, starfsmannablaði Rafmagnsveitu Reykjaví­kur, birtist árið 1971 snjall bragur undir heitinu: „Rafmagn í­ hálfa öld“. Grí­pum niður í­ kvæðið, en það má syngja við lagið „Komdu og skoðaðu í­ kistuna mí­na“.

Ví­st er ódýr og hrein orkumyndin
og kostar ví­s næstum því­ alls ekki neitt.
Þótt dagnotkun fjölskyldu fari´ upp á tindinn,
er feikn stórir pottar eru settir á heitt.
Það kostar samt minna að sjóða allan mat
en svæla á dag hálfan Camel, það frat.