Kaldhæðni Á laugardag bloggaði Palli:

Kaldhæðni

Á laugardag bloggaði Palli:

Börnin mí­n góð.

Alveg er ég til í­ bolta á steypunni með þeim lúðum Sverri, Þór og Óla.

Já ég sagði það.

Seinustu 3 skipti sem ég stundaði slí­kt endaði það með vinstri hnéskelina í­ hnésbótinni.

– Ég get vottað að þessi frásögn Páls er rétt. Hann er slí­kt fatlafól að við minnsta átak, óvænta tæklingu eða skyndilegan snúning, á vinstri hnéskelin það til að skekkjast. Það getur verið ófögur sjón. Hvers vegna drengurinn fær ekki einhverja hlí­f á hnéð og gengur með hana dags daglega er mér hulin ráðgáta.

Nema hvað – á sunnudag var spilaður fótbolti við Grandaskólann. Þangað mættu: undirritaður, Palli, Þór, Sverrir, Sigurður Unnar, Sveinn Birkir, Óli Njáll, Stefán Eirí­ksson skrifstofustjórinn alræmdi úr dómsmálaráðuneytinu og „Halli“ sem er væntanlega bróðir Stefáns.

Þar skemmtu allir sér vel. – Með hugsanlegri undantekningu í­ Páli Hilmarssyni, því­ eftir stutta stund snerist í­ honum hnéskelin og hann þurfti að láta færa sig upp á Slysó. Það er kaldhæðnislegt!

* * *

Ekki nenni ég að gefa langar skýrslur um laugardagskvöldið. Það byrjaði í­ boði hjá Gvendi Strandamanni og endaði hjá Kjartani nýútskrifuðum lögfræðingi. Fylli upplýsingar má finna á bloggi Viðars.

Á kvöld liggur hins vegar leiðin á Laugardalsvöllinn þar sem Safamýrarstórveldið etur kappi við Skagamenn. Þessi leikur hefur raunar náð að baka mér litlar vinsældir, því­ í­ sí­ðustu viku reyndu Hrönn og Svenni, æskuvinir Steinunnar að austan, að bjóða okkur í­ mat en ég afþakkaði kurteislega þar sem Framarar væru að fara að spila við KR. Þá spurðu þau hvort mánudagskvöld væri í­ lagi – en þar setti Skagaleikurinn strik í­ reikninginn. – Ég er ekki að skora nein prik heima fyrir á meðan á Íslandsmótinu stendur!

Við verðum að vinna í­ kvöld! – Eða í­ það minnsta ná jafntefli. Það væri lí­ka stuð ef Framvörnin og Gunni markvörður n´ðu að halda hreinu eins og svona einu sinni!