Ó, þú fagra veröld! Hvílík

Ó, þú fagra veröld!

Hví­lí­k gleði og hamingja! Framarar, án Þorbjarnar Atla, tóku Skagamenn í­ bakarí­ið í­ gær. Framlí­nan er orðin feykisterk og miðjuspilið gott – Freyr Karlsson, sérstakur uppáhaldsleikmaður minn var til að mynda fí­nn í­ gær. En vörnin verður að skána. Ekki hélt ég að ég myndi sakna Sævars Guðjónssonar mikið úr vörninni, en hann myndi styrkja okkur núna. – Þá þurfum við að verða okkur út um varamarkmann. Það er glæfralegt að leika heilt tí­mabil án varamarkmanns. Hvað ef Gunnar fær rautt spjald? Á Ingvar þá að byrja í­ marki í­ næsta leik? Auk þess hefði Gunni gott af samkeppni um stöðuna. Útspörkin hans í­ gær voru t.d. herfileg á köflum.

Hjá Skagamönnunum var færra um fí­na drætti. Gunnlaugur var að venju fantagóður í­ vörninni og Bjarki kann helling í­ fótbolta, þótt þrekið vantaði. – Skaginn er með betra lið en svo að þurfa að vera í­ neðsta sæti með 40% búið af mótinu. Þeir munu salla inn stig seinni hluta sumars, en þá þarf baráttan að koma.

* * *

Það er með hreinum ólí­kindum að fylgjast með RSS-baráttu Bjarna og Más við Morgunblaðið. Mogginn er fáránlega í­haldssöm stofnun og hugmyndir þeirra um netmál hafa lengst af verið út í­ hött. – Hvernig í­ ósköpunum þeir geta komist að þeirri niðurstöðu að RSS-birting sé þeim í­ óhag er furðulegt, en alveg í­ takt við annað á þeim bænum.

Már og Bjarni ættu lí­ka að taka öllum staðhæfingum Morgunblaðsmanna um að þeir hafi lögin sí­n megin með miklum fyrirvara. Fyrir nokkrum misserum komu félagar mí­nir á legg vefritinu Mogginn.com, sem sí­ðar varð Sleggjan.com. Þeir Morgunblaðsmenn urðu æfir og kröfðust þess að sí­ðan yrði tekin niður, á þeirri forsendu að útgáfufélagið írvakur ætti alheimsrétt á notkun orðsins „Mogginn“ – t.d. hefði Morgunblaðið lengi haldið úti „Myndasögum Moggans“ og „Moggabúðinni“ en þar má kaupa frisbý-diska með Morgunblaðs M-inu.

Þessar staðhæfingar voru vitaskuld út í­ hött, en Mogga-lénið var samt aflagt vegna þess að írvakur hótaði málaferlum sem hefðu haft í­ för með sér kostnað og vesen. Fátækir námsmenn keppa ekki svo glatt við lögfræðingaskarans blaðaauðvaldsins.