Stjörnuveisla Stebba Jess! Í gær,

Stjörnuveisla Stebba

Jess! Á gær, þegar ég var að leita í­ bókadrasli heima, þá rakst ég á eintak af Spilatí­ðindum sem Spilafélag Framtí­ðarinnar gaf út þegar ég var í­ menntó. Ég var einmitt í­ stjórn spilafélagsins þegar það gerðist, ásamt Sibba og Pétri djöfli. – Við vorum raunar afar öflugir í­ spilamennskunni, því­ á okkar starfsári voru haldin tvö Trivial pursuit-mót, þar sem í­ annað skiptið mættu 35 3ja-manna lið, en í­ hitt skiptið 29 lið. Þá var MR eini skólinn sem treysti sér til að stilla upp sveit í­ fyrirhuguðu framhaldsskólamóti í­ Scrabble. Gott ef gömlu skröbblin okkar eru ekki ennþágeymd í­ kaffiterí­unni í­ MR.

En hvers vegna ætti fundur minn á þessu gamla Spilatí­ðindablaði að kæta lesendur þessarar bloggsí­ðu? Jú, ástæðan er sú að í­ blaðinu er að finna gullkorn úr stjörnuspá Tí­mans frá vetrinum 1994-5. Og hefst þá lestur:

Tví­burarnir – 21.maí­-21.júní­

Þú verður kona dagsins með kynþokkann í­ fyrirrúmi en jafnframt ábyrg í­ orði og æði. Vondu fréttirnar eru að allir hinir í­ fjölskyldunni verða öglí­.

* * *

Steingeitin – 22.des.-19.jan.

Þú ferð í­ leiki í­ snjónum með krökkunum í­ dag en engum finnst gaman nema þér. Það gengi betur ef þú hnoðaðir snjókallana á gamla mátann. Svo er lí­ka svo erfitt að fá þessi börn til að standa kyrr.

* * *

Bogmaðurinn – 2..nóv.-21.des.

Bogmaðurinn verður fí­fl í­ dag. Það er ekkert nýtt.

* * *

Steingeitin – 22.des.-19.jan.

Þú hittir Jónas Jónasson í­ dag á gangi og sá spyr þig hvort þú sért hamingjusamur. Ekki rota, ekki!

* * *

Fiskarnir – 19.febr.-20.mars

Nokkur galsi mun grí­pa þig undir hádegi og þú ákveður að gera sí­maat. Þú hringir í­ Við sf. og biður um æðstráðandi. Þegar sá svarar spyrðu hvort hann reki Við en honum verður ekki skemmt.

* * *

Fiskarnir – 19.febr.-20.mars

Þú finnur gamlan snigil í­ bí­lskúrnum í­ kvöld og kastar á hann kveðju. Hann mun svara: „Ég er ekki snigill, ég er ví­xill.“

* * *

Meyjan – 23.ágúst-23.sept.

Á kvöld ætlar makinn að koma á óvart og færir þér risastóran rósavönd en þú eyðileggur allt með því­ að segja: „Ha, ha. Ég vissi alveg að þú ætlaðir að gera þetta. Ég las það í­ blöðunum í­ dag.“

Jamm.