Dýraheiti Um daginn sýndi sjónvarpið

Dýraheiti

Um daginn sýndi sjónvarpið heimildamynd um minka og sögu þeirra í­ náttúru Íslands. Einhverra hluta vegna ákvað ég að horfa á þáttinn, ekki spyrja hvers vegna.

Þar kom fram nokkuð merkilegt atriði, varðandi heiti á karl- og kvendýrunum. Þannig er, að afkvæmi minksins nefnast hvolpar. Kvendýrið nefnist læða og karldýrið steggur. Nú er í­ sjálfu sér merkilegt að læður teljist eignast hvolpa, en steggsnafnið kom mér gjörsamlega í­ opna skjöldu.

Á kjölfarið fór ég að ræða við Sverri Guðmundsson, félaga minn hér á minjasafninu og barst talið að dýraheitum. Sverrir gat frætt mig á því­ að á Vestfjörðum væru karlkyns kettir nefndir steggir. Þumalputtareglan er nefnilega sú að Norðlendingar tali um högna, Sunnlendingar um fress og Vestfirðingar um steggi, sem fyrr segir. Eins og þetta sé ekki nógu skrí­tið, þá tala ekki allir landsmenn um læður því­ Norðlendingar munu nota orðið „bleyða“ um kvenkyns ketti.

Þetta þykir mér sérstaklega kynlegt þar sem útvarpsbloggarinn Svanhildur Hólm Valsdóttir er að norðan, en kýs samt sem áður að kalla sig „ljósvakalæðuna“. Ætti Svanhildur því­ ekki að halda tryggð við uppruna sinn og kalla sig „ljósvakableyðuna“?

* * *

Enn af stjörnuspánni:

Meyjan – 23,æagæust-23.sept.

Eilí­f sól í­ hjarta
amma þí­n er með barta.

* * *

Ljónið – 23.júlí­-22.ágúst

Þú ákveður að láta innra ljós þitt skí­na og gleypir nokkur endurskinsmerki í­ dag. Snjallt.

* * *

Krabbinn – 22.júní­-22.júlí­

Þú ferð að synda í­ dag og hittir gamlan félaga sem undrast yfir offitu þinni og vondu lí­kamsástandi. Þá segir þú: „Æi, drullaðu þér arna í­ burtu, ég er miklu þroskaðri andlega. Miklu þroskaðri andlega.“

Jamm.