Kveðjustund í námd Jæja, þá

Kveðjustund í­ námd

Jæja, þá er undirbúningur fyrir Færeyjaferðina að komast á lokastig. Við leggjum af stað austur á þriðjudagsmorgun en lagt verður úr höfn á fimmtudag. Fram að því­ þarf ég að klára 101 verkefni í­ vinnunni, auk annarra verkefna. Það er hræðileg tilfinning að yfirgefa vinnustaðinn í­ tólf daga. Ef frá er talin dvölin í­ Skotlandi, þá held ég að ég hafi mest verið viku frá safninu frá því­ að ég varð fastráðinn þar 1998. – Ég ætla að reyna að stilla mig um að hringja í­ Sverri á klukkutí­ma fresti til að tékka á því­ hvort allt gangi að óskum.

Svo er lí­ka leiðinlegt að fara núna á sama tí­ma og við Óli Guðmunds og Sverrir erum komnir í­ svona góðan gí­r í­ að stokka upp sýningarsalinn. Ég er að spá í­ að láta smiðina Knold og Tott smí­ða millivegg á meðan ég er í­ burtu, til að hægt verði að byrja að vinna í­ loftlí­nubásnum þegar ég kem aftur.

Annars verð ég að hætta að barma mér svona yfir þessu. Steinunn gæti farið að fá það á tilfinninguna að ég nennti ekki með henni, en ekkert er fjær sanni. Það verður frábært að fara til Færeyja, sérstaklega ef við komumst út í­ Mykjunes. Ég ætla að lesa Glataða snillinga í­ Norrænu og dusta jafnvel rykið af sögu SEV-Elfjelags Vestmanna, sem er afbragðsgóð bók um raforkusögu Færeyja eftir Jógvan Arge. (Ætli hann sé skyldur Uni Arge fótboltakappa?) – Til að setja okkur enn betur í­ gí­rinn ætluðum við að leigja kvikmyndina Barböru á föstudagskvöldið, en hún var ekki til á leigunni. Á staðinn tókum við Woddy Allen-myndina What´s up Tiger Lilly? – Hún var vonbrigði. Djókurinn á bak við það að taka japanska hasarmynd og döbba hana yfir á ensku var bara ekki að standa undir heilli kvikmynd.

Veit ekki hvort ég nenni að blogga frá Færeyjum eða hvort ég hef tí­ma á morgun til þess. Ef ekki, þá kveð ég bara að sinni!