íst og hatur á netinu
Internetið mun drepa veruleikasjónvarpið!
Gleymiði þáttum eins og Survivor eða Big Brother. Yfirpródúseraðir sjónvarpsþættir á borð við þá munu aldrei til lengdar geta keppt við þessar litlu sögur sem spretta upp á netinu öðru hvoru.
Á morgun rambaði ég inn á spjallborðið á heimasíðu aðdáendaklúbbs Luton Town, minna manna í enska boltanum. Þaðan lenti ég svo inn á síðu erkióvinanna í Watford, þar sem hlutirnir eru svo sannarlega að gerast!
Þannig er mál með vexti, að hin 19 ára Sarah (Bimbo83) taldi sig grátt leikna af fyrrum kærasta sínum Brian. Sá mun hafa haldið fram hjá henni margoft, þar á meðal með Emmu í apótekinu og einhverjum gálum á Grikklandi. Ekki fór það ævintýri betur en svo að Sarah smitaðist af lifrarbólgu. – Á kjölfarið kom til ansi leiðinlegra sambandsslita, sem í blönduðust hótanir á báða bóga.
Til að ná hefna sín á Brian, ákvað Sarah að útlista það hvílíkur drulludeli hann sé á spjallþræði Watford – enda mun pilturinn vera ársmiðahafi hjá því liði. – Og þá fór boltinn að rúlla…
Hægt er að fylgjast með umræðunum hér, en spjallþráður þessi er nú þegar orðinn einn sá lengsti sem sögur fara af, með hundruð gesta frá öllum heimshornum. Á ljósi þessara geysilegu vinsælda ákváðu aðstandendur íþróttavefsins sem umræðurnar fara fram á að hefja sölu á Bimbo83-bolum. Sarah er fremur ósátt með þá ákvörðun og telur á sér brotið eins og sjá má hér.
En það eru ekki bara eigendur íþróttavefsins sem hyggjast græða á ævintýrinu. Því á síðu sem sett hefur verið upp um drulludelann Brian, má kaupa nærboli og kaffikönnur með slagorðum gegn pörupitlinum.
Eins og lesa má á spjallrásinni, vill slúðurblaðið The Sun birta frétt um málið og deila þátttakendur í umræðunum um það hvort Sarah eigi að grípa tækifærið til frægðar og frama. Aðrir gantast með það hvernig Brian hafi fengið lifrarbólguna, en sá misskilningur virðist vera ríkjandi í umræðunni að það gerist einkum með samlífi með geitum. (sic!)
Aðrir fjölmiðlar hafa fjallað um málið. Má þar nefna þessa frétt og þessa.
– Ef það er einhver þarna úti sem ekki nennir að vinna á föstudegi, þá mæli ég með því að fólk sökkvi sér oní þetta mál ! ! !