Siðfræði fyrir viðskiptavini… Upp á

Siðfræði fyrir viðskiptavini…

Upp á sí­ðkastið hefur mikið verið talað um siðferði í­ viðskiptum á Íslandi og þá einkum þann viðskiptakúltúr sem ýmsir stórlaxar í­ viðskiptaheiminum hafa tileinkað sér. (Norðurljós, SPRON, Nanoq o.s.frv.) – Minna er talað um okkur smáfiskana.

Um daginn fórum við Steinunn á Kaffi Kúltúre ástamt Palla, Hildi, Þór og Helgu. Við drukkum hvort sinn bjórinn og að því­ loknu borgaði ég með 2000-kalli. Stelpugreyið á kassanum var eitthvað utan við sig og byrjaði að telja fram þúsundkalla eins og ég hefði greitt með 5000-konu.

Ég benti henni á mistökin og hún þakkaði mér margfaldlega fyrir hugulsemina. – Þakka fyrir hvað? Þakka mér fyrir að hafa ekki stolið 3000 krónum frá kaffihúsinu? Hvers vegna ekki að þakka mér lí­ka fyrir að hafa ekki hnupplað öskubakkanum eða fyrir að krota ekki á klósettveggina? – Það er auðvitað enginn munur á því­ að taka við of hárri endurgreiðslu og hreinum þjófnaði.

Einhvern veginn virðast sumir hafa kosið að telja sér trú um að ef afgreiðslufólk geri mistök, þá sé „í­ lagi“ að hrósa happi og ganga út með aukapening í­ vasanum. Gaman væri ef einhver tæki að sér að útskýra þessa hugmyndafræði fyrir mér. Er þá ekki lí­ka í­ lagi að hnupla í­ búðum, svo fremi að verslunareigandinn sé sofandi á verðinum?

En hvers vegna er þetta rifjað upp hér núna? Jú, í­ gær mátti sjá í­ sjónvarpsfréttum myndir af langri biðröð fólks fyrir utan Nanoq í­ Kringlunni. Fólkið, sem margt hvert hafði tekið sér frí­ í­ vinnunni, var saman komið í­ þeirri von að fá hagstæð kjör á þýfi sem eigendur verslunarinnar prettuðu út úr birgjum. Finnst virkilega öllum þetta vera allt í­ lagi? – Er það bara sniðugt að gerast þjófsnautur, vegna þess að maður kemst upp með það? – Og jafnvel að auglýsa það lí­ka með því­ að stilla sér upp í­ röð fyrir framan sjónvarpsmyndavélarnar?

Það eru varla nema 3-4 vikur sí­ðan ég keypti mér gönguskó í­ Nanoq, svo ekki vantaði mig neitt sem verslunin hefur upp á að bjóða – en þótt svo hefði verið, þá hefði ég hugsað mig rækilega um áður en ég verslaði á brunaútsölunni. – Er svo mikill munur á því­ og að svindla á afgreiðslustelpum á kaffihúsum?