Aumkunarvert…
…er að lesa ígúst Flygenring í dag. Honum hugnast ekki hagtölur þær sem ég týndi til í greinarstúf á Múrnum um helgina og bregst við með því að kalla þetta „einfalda söguskoðun“ sem hann „nenni ekki að svara“. – En einhvern veginn virðist hann þó gera sér grein fyrir því að þetta sé kannski ekki alveg öflugasta röksemdafærslan í stöðunni og kýs því að svara þess í stað rökum sem hann ímyndar sér að ég gæti haldið fram eftir 15 ár…
Ansi erum við nú stórir karlar – ekki satt Gústi minn?
Annars kippi ég mér lítið upp við svona pillur í seinni tíð. Ég hef nefnilega margoft skrifað greinar þar sem dregin eru fram rök fyrir því að efnahagsstefna Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar og Alþjóðabankans hafi grafið undan fátækustu ríkjum heims í stað þess að styrkja þau. Viðbrögðin eru hins vegar undantekningarlítið þau sömu hjá því fólki sem vill vera ósammála en hefur ekki rök máli sínu til stuðnings. – Það er að skrifa: „þetta er augljóslega algjört rugl – ég neita að rökstyðja hvers vegna!“
* * *
íður en ég fór að fá mestan áhuga á tæknisögunni, þá ætlaði ég á tímabili að hella mér út í hagsögu og las töluvert um efnið. Þá rakst ég á það, að í hagsögunni eru tvær hefðir – sú evrópska og sú bandaríska. Bandaríska hefðin er fyrst og fremst hagfræðileg og leggur meiri áherslu á hagfræðimódel en sögulegar staðreyndir. Sú evrópska er sagnfræðilegri, en oft frekar slöpp í teoríunni.
Milli þessara tveggja fylkinga komu endalaust upp árekstrar, því að þegar sögulegu staðreyndirnar rákust á við hagfræðikenningarnar, þá vildu hagsögufræðingarnir sem unnu í anda bandarísku hefðarinnar alltaf reyna að verja kenningarnar með því að útskýra frávikið eða halda því fram að „í raun og veru“ hafi hlutirnir gert öðru vísi. Evrópska hefðin leit hins vegar á hagfræðimódelin sem tæki en ekki algild sannindi.
Sjálfur var ég alltaf hrifnari af evrópsku línunni. Mig grunar að ígúst Flygenring hefði veðjað á Bandaríkjamennina. Það er afskaplega þægilegt ef maður vill ekki þurfa að útskýra atburði sem ekki passa inn í módelið…