Dr. Gunni er afbragð Dr.

Dr. Gunni er afbragð

Dr. Gunni er merkilegur náungi. S.H. Draumur og Bless voru snilldarhljómsveitir, kasettuútgáfa hans (Snarlið og fyrstu lögin hans Barða) var lí­ka góð. Sólóferillinn, sem einkum náði ví­st vinsældum í­ Finnlandi, var ágætur.

Poppstjarnan Dr. Gunni var ekki alveg að virka á Ununar-tí­mabilinu, en Prumpulagið var fí­nt.

Hins vegar er Doktorinn að toppa sig með bloggsí­ðunni sinni. Afgreiðsla hans á nöldrinu í­ Mikael Torfasyni er algjör snilld og ætti hver maður að lesa hana!

Jafnframt get ég ekki annað en verið sammála þessu með Guðberg. Ef Guðbergur færi að blogga, þá yrði sú sí­ða skylduheimsókn á hverjum degi!