Sæll enn og aftur, Ágúst!

Sæll enn og aftur, ígúst!

Segðu mér Gústi, finnst þér ekkert kjánalegt að við skiptumst á skoðunum í­ 2. persónu á netinu fyrir allra augum? – En það gleður mig að þú sért búinn að hrista úr þér morgunfýluna og sért kominn í­ stellingar til að ræða málin.

Þú segir mig hafna því­ að landstjórn hafi áhrif á kjör einstakra rí­kja, sbr. Zimbabwe. Ekki vil ég kannast við það og hef raunar skrifað allnokkrar greinar um málefni Zimbabwe sérstaklega og rætt um stöðu mála þar í­ landi í­ útvarpi a.m.k. einu sinni. Minnist þess ekki að hafa gripið sérstaklega til illmennsku Alþjóðabankans sem orsakaskýringar þar.

Auðvitað skiptir landstjórnin grí­ðarmiklu máli þegar verið er að ræða um stöðu efnahagsmála í­ einstökum rí­kjum – en það var ég ekki að gera í­ greininni sem fór svo mjög í­ taugarnar á þér, heldur var hér um að ræða hagtölur fyrir heilu heimsálfurnar. – T.d. tók ég fyrir Rómönsku Amerí­ku sem heild, en þar hefur efnahagsuppbyggingu hrakað á sí­ðustu tveimur áratugum samanborið við áratugina tvo þar á undan. Slí­ka hnignun í­ heilli heimsálfu verður að skýra með stærri þáttum en staðbundnum einvörðungu. – Um það hljótum við að geta verið sammála?

Þú hittir hins vegar naglann á höfuðið með því­ að gagnrýna patent-skýringar, eins og þá að finna eina stofnun eða einn aðila til að skella allri skuldinni á. Vandamálið er nefnilega akkúratt það, að Alþjóðabankinn, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Alþjóðaviðskiptastofnunin eru einhverjar skæðustu patent-lausna stofnanir seinni tí­ma. Þær hafa gert tilkall til þess að geta einar tryggt uppbyggingu og vöxt í­ þriðja heiminum og fordæmt allar aðrar lausnir en þær boða. Lengst af ní­unda og tí­unda áratugnum voru þær lausnir óheft frjálshyggja, þrátt fyrir varnaðarorð (t.d. ýmissa hagsögufræðinga) sem bentu á að fleiri leiðir væru færar í­ hagþróun og að sumar þeirra leiða sem alþjóðastofnanir þessar berðust gegn væru þær sömu og iðnrí­ki Vesturlanda hefðu notað með góðum árangri við sí­na eigin uppbyggingu.

Gott dæmi um þetta er spurningin um eignarhald á vatnsveitum. Ef saga vatnsveitukerfa í­ Evrópu er skoðuð, þá hefst hún yfirleitt sem dreifð og ómiðstýrð uppbygging á vegum einkaaðila sem með tí­manum færist á hendur hins opinbera sem lí­tur á rekstur slí­kra þátta sem nauðsynlegan lið í­ stoðgerð samfélagsins. Þannig er innkoma rí­kisvaldsins á þessu sviði undantekningarlí­tið talin gæfuspor í­ evrópskri sögu, sem ýtt hafi undir efnalegar framfarir.

Nú, leggja stofnanir á borð við Alþjóðaviðskiptastofnunina ofurkapp á að fá stjórnvöld í­ þriðja heiminum til að einkavæða vatnsveitur sí­nar eða fela erlendum fyrirtækjum uppbyggingu þessara þátta. Reynslan af slí­kum framkvæmdum, t.d. í­ Rómönsku Amerí­ku, er hvarvetna sú að vatnöflun hefur reynst í­búunum erfiðari og vatnskostnaður hækkað. – Þessi afstaða viðskiptastofnananna er undarleg í­ ljósi sögunnar og evrópskra fyrirmynda en skiljanleg í­ ljósi hagsmuna stórfyrirtækja sem eygja góðan markað. – Þetta er dæmi um að við Vesturlandabúar beitum áhrifum okkar til að þvinga þriðja heiminn til að gera samfélagsbreytingar sem við kærum okkur ekki um að gera heima hjá okkur.

Og rétt að lokum:
Hvort Alþjóðabankinn eða Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi marga eða fáa starfsmenn er ekki góður mælikvarði á það hvort stofnanirnar geti haft mikil eða lí­til áhrif á afkomu einstakra rí­kja. Það sem skiptir máli, er hvaða tak viðkomandi stofnanir hafa á rí­kisstjórnum landa heimsins. – Þannig getur einn bankagjaldkeri í­ Búnaðarbankanum valdið mér mun meiri vandræðum en hópur af öðru fólki, með því­ einu að svipta mig yfirdráttarheimildinni minni og gjaldfella lánin mí­n…