Smá mont… Jibbý, gaman gaman!

Smá mont…

Jibbý, gaman gaman! Við Sverrir (og þá er ég að tala um Sverri Guðmundsson, ekki Sverri Jakobsson) erum að gera svo góða hluti hér á safninu! Eftir að við fundum undraefni í­ Pennanum Hallarmúla til að lí­ma ljómyndapappí­r á, þá þrykkjum við út sögutextum og gömlum ljósmyndum og hengjum upp á vegg. Þetta tekur fáránlega langan tí­ma en útkoman er að verða býsna flott.

Enn sem komið er, þá erum við aðallega búnir að vera að vinna í­ sögu rafvæðingar og rafvæðingaráætlana á Íslandi fyrir byggingu Elliðaárstöðvar árið 1921. Undir það fellur lí­ka saga Gasstöðvarinnar, þannig að BA-ritgerðin mí­n er loksins farin að gagnast eitthvað. Þegar Ólafur (og þá er ég að tala um Ólaf Guðmundsson, ekki Óla Jó) kemur aftur úr frí­inu getum við aftur dembt okkur í­ básinn með jarðlí­nudeildinni og þá einkum stóra Quarashi-plakatið sem fer upp á einn vegginn. Við tölum um Quarashi-myndina vegna þess að hún sýnir heljarstórt háspennuvirki í­ grafí­skri upplausn sem lí­kist mjög myndinni framan á Quarashi-disknum.

Sverrir er raunar búinn að pæla töluvert í­ því­ geisladiskahulstri og uppgötvaði að sú mynd er ekki af gamla háspennuvirkinu í­ Elliðaárdal heldur er hún tekin af tengivirkinu við Korpu. Ég veit ekki hvor er meiri nörd – hann fyrir að komast að þessu eða ég fyrir að finnast þetta svona merkilegt…