Loksins, loksins, loksins… Óðinn verði oss náðugur! Loksins er ég kominn aftur í netsamband eftir alltof langa bið. Á sunnudaginn datt nettengingin út hér á safninu og vegna þess að tölvukerfi Orkuveitunnar hrundi á nokkurn veginn sama tíma var vonlaust að fá viðgerðarmenn fyrr en núna. Ég er búinn að missa gögn, s.s. dagbókarfærslur, tölvupósti …
Monthly Archives: ágúst 2002
Símtalið… Eftir vinnu í gær
Símtalið… Eftir vinnu í gær náði ég í Steinunni upp í Háskóla, enda búinn að taka bílinn hennar traustataki þangað til mín eigin bílamál skýrast. Það var ekki sjón að sjá stelpugreyið, þar sem hún er að drepast úr kvefi og kúguppgefin eftir að afgreiða háskólanema um lykilorð í tölvukerfið allan daginn. Það var sem …
Karlrembusvín… Í gær lenti ég
Karlrembusvín… Á gær lenti ég í nokkuð sérkennilegu símtali hér á Minjasafninu. Hringjandinn var þekktur útvarpsfréttamaður og var gangur samtalsins á þessa leið: Útvarpskall:Góðan daginn, ég þarf að … (ber upp erindið) … myndi ég ræða við þig um það? Stefán: Nei, þetta fellur nú undir aðra deild hér í fyrirtækinu. Ég skal láta þig …
Grátur og gnístran tanna… …nú
Grátur og gnístran tanna… …nú ertu kominn til að kveðja – nú ertu kominn ti-i-il að kveðja-a-a… ístsæll bíllinn minn, Mazda 323, árgerð 1987, dó í gær. Andlátið bar sviplega að, enda hafði bíllinn verið í þokkalegu standi eftir tvær bráðaaðgerðir á bílaverkstæði Edda K á vormánuðum. En í gærmorgun fékk hann slag og drap …
Snörl… Jæja, haustið er komið.
Snörl… Jæja, haustið er komið. Það sannast á nefinu á mér sem er orðið stíflað. – Það er því rétt að vara lesendur þessarar síðu strax við því að ég mun á næstunni barma mér mjög. Mér er flest betur gefið en að bera mig kalmannlega í veikindum. * * * Fram tapaði, Hearts gerði …
Fokkíng Magnús Hlynur… …birti í
Fokkíng Magnús Hlynur… …birti í gær myndir þar sem ég sást á auka-allsherjarþingi ísatrúarfélagsins, með þeim afleiðingum að síminn ætlar ekki að stoppa hjá mér. Félagar mínir í Múrnum eru gjörsamlega að eipa og virðast helst telja að byltingunni hafi seinkað um áratug vegna þessara frétta. Amma mín er hins vegar orðin sannfærð um að …
Smásmygli Óskaplega vill Ármann hafa
Smásmygli Óskaplega vill írmann hafa þetta nákvæmt. Það var Gunnar Ólafur Hansson sem söng lagið um Kötlu köldu. Jamm.
Jibbý, nú eignast ég nýja
Jibbý, nú eignast ég nýja bók í safnið! Katla var köld í lund, sem meðal annars kom fram í því að hún fór í sturtu í stað þess að mæta á almenningsbaðstaði. (Samkvæmt sömu skilgreiningu er ég líka kaldlyndur.) Vinur Atla, fyrrum ástmanns Kötlu sem lét móðan mása í símann við þær mæðgur var Vernharður …
Besti dagur mánaðarins… …er að
Besti dagur mánaðarins… …er að sjálfsögðu sá átjándi, því að þá byrjar nýtt kreditkortatímabil. Næstu þrjá dagana er stefnan tekin á að naga gömul fiskbein og láta skyldmenni gefa sér að éta. Með nýju kortatímabili fer landið hins vegar að rísa á ný og um mánaðarmót ætti ég að geta staðið í skilum með flesta …
Hann á afmæl´í dag! Hann
Hann á afmæl´í dag! Hann á afmæl´í dag… …hann á afmæli greinaflokkurinn Lagnafréttir í Mogganum, hann er 10 ára í dag! Einhver vanmetnustu skrif í íslenskum dagblöðum eru greinar Sigurðar Grétars Guðmundssonar pípulagningarmeistara í Fasteignablaði Morgunblaðsins. Maðurinn fer einfaldlega á kostum viku eftir viku og setur lagnamál í svo einfalt og skemmtilegt samhengi að unun …