Ef ég væri smásál… …þá

Ef ég væri smásál…

…þá myndi nú alldeilis hlakka í­ mér yfir að hafa farið austur á land um helgina og sleikt sólina á Norðfirði á sama tí­ma og vinir og kunningjar rigndu niður í­ höfuðborginni. En ég er stærri maður en svo og því­ verður ekki fjallað sérstaklega um þetta mál.

Ekki hélt ég nú að ég ætti eftir að skemmta mér svona vel á Verslunarmannahelgarsamkomu, en Neistaflug var bara að gera hörkugóða hluti. Föstudagskvöldið: ball í­ Egilsbúð með heimamönnum, Mannakornum og Valgeiri Guðjónssyni. Meðalaldur hár, stemningin fremur eins og á ættarmóti en balli. Norðfirsku söngvararnir voru mistækir, sumir þó góðir. Mannakorn (í­ merkingunni Pálmi og Magnús Eirí­ksson einir ásamt heimamönnum) eru engin ballahljómsveit og prógramið var því­ fremur nostalgí­skt en lí­flegt. Valgeir vissi fremur út á hvað málið gekk og breytti þessu í­ Stuðmannaball. Á þessum tí­mapunkti hugsaði ég: „sko kallinn, hann er prófessjónal náungi…“

Laugardagur: siglt í­ Viðfjörð og Hellisfjörð í­ trillunum sem tengdó og bróðir hans eiga. Tuttugu manna grillveisla á eyrinni þar sem gamla hvalstöðin stóð í­ Hellisfirði. Kvöldinu lauk við eldhúsborðið heima hjá tengdó þar sem ég hélt viskýi stí­ft að karlinum.

Sunnudagur: Þokkaleg skemmtiatriði á hafnarbakkanum. Fyrstu veikleikamerkin voru þó farin að sjást á Valgeir, sem endurtók að mestu brandara föstudagskvöldsins. – Brekkusöngur í­ lystigarðinum um kvöldið. ígætis skemmtun, þar sem Jóhannes eftirherma gat ekki stillt sig um að leika Halldór Laxness og Sigurbjörn Einarsson, sem sannar að eftirhermur vilja bara herma eftir þeim sem gaman er að herma eftir – ekki þeim sem eru í­ raun áberandi. Túlkun hans á Ara Teitssyni er þó afbragð! Auk hans voru heimamenn að glamra á banjó, Gunni og Felix göntuðust fyrir börnin og ball kvöldsins var plöggað…

…og svo kom brekkusöngurinn. – Stuna! – Einhver hafði fengið þá snilldarhugmynd að fá gamla stuðboltann Valgeir Guðjónsson til að stjórna tralli. Stuðboltinn Valgeir var hins vegar í­ svo miklu stuði að hann mætti á sneplunum á sviðið, kunni fá lög, fáa texta, spilaði eins og fí­fl og drafaði í­ röddinni. Milli laga jós hann svo skömmum yfir samkomuna fyrir að syngja ekki með.

íður en heimamenn ruku í­ stuðmanninn, þá ákvað Felix Bergsson að bjarga málum og stökk upp á sviðið og reddaði því­ sem reddað varð. Kunni svo sem ekki mörg lög, en þetta slapp fyrir horn.

Ballið var fí­nt. Valgeir mætti ekki.

Jamm.