Margt er líkt með mönnunum

Margt er lí­kt með mönnunum og tánum…

Sumir hafa áhuga á undarlegustu hlutum og velta því­ fyrir sér hvort ég sé með loðnar tær?

Því­ er til að svara að ég er ekki með mikið hár á tánum, nema rétt ofan á stórutánni. Þar er smá brúskur, sem að sjálfsögðu er með pí­nulitlum krullum. Ef rykkt er harkalega í­ þennan brúsk rek ég upp hljóð, sem er merkilegt í­ ljósi þess að almennt séð er ég ekki hársár. – Skrí­tið, ekki satt?