Fokkíng Magnús Hlynur… …birti í

Fokkí­ng Magnús Hlynur…

…birti í­ gær myndir þar sem ég sást á auka-allsherjarþingi ísatrúarfélagsins, með þeim afleiðingum að sí­minn ætlar ekki að stoppa hjá mér.

Félagar mí­nir í­ Múrnum eru gjörsamlega að eipa og virðast helst telja að byltingunni hafi seinkað um áratug vegna þessara frétta. Amma mí­n er hins vegar orðin sannfærð um að ég verði allsherjargoði innan tí­ðar. – Stuna.

Hið rétta í­ málinu er að ég var beðinn um að taka að mér fundarstjórn á þinginu í­ gær, en hef ekki verið félagi í­ ísatrúarsöfnuðinum nema í­ hálfan mánuð. (Steinunn og tengdó eru búnar að vera það mun lengur.) Fyrir þinginu lá að staðfesta eða hafna brottvikningu Jörmundar Inga sem allsherjargoða, en með því­ máli hafði ég bara fylgst í­ fjölmiðlum.

Til að geta tekið almennilega á verkefninu byrjaði ég á því­ að tala við báða málsaðila – Jörmund og fulltrúa stjórnarinnar. Þar kom í­ ljós grí­ðarleg beiskja og ljóst að fundurinn yrði geysierfiður, enda bar þessum aðilum ekki einu sinni saman um hvers konar fund væri að ræða. Á kjölfarið ræddi ég við hina og þessa sérfræðinga í­ fundarsköpum og lögum, þar á meðal Illuga Gunnarsson sem fannst bráðfyndið að ég hafi látið plata mig út í­ þetta og sagði þetta jafngilda meiraprófi í­ fundarstjórnun.

Fundurinn gekk svo þokkalega fyrir sig, þótt mikið hafi verið um frammí­köll og að á tí­mabili hafi dagskrár- og fráví­sunartillögurnar hrannast upp. Jörmundur tapaði kosningunni, en ekki hef ég heyrt neitt um að mér hafi verið kennt um þá niðurstöðu.

* * *

Að fundi loknum héldum við Steinunn heim að hlaða batterí­in fyrir menningarnóttina. Það varð þó minna um rölt á milli staða en til stóð, því­ að Rí­mna- og rappdagskráin stóð frá átta til tólf. Þar sátum við ásamt Kötu og Ernu undir einhverju alsérstæðasta prógrammi sem ég hef séð. Lí­klega verðum við Kata að hnoða saman einhverju um það á Múrinn, en ég hef það þó að segja að Erpur er snillingur og ekkert minna!

* * *

Fokk! Luton tapaði þriðja leiknum í­ röð. Stigalausir eftir þrjár umferðir, mér verður illt.

Framararnir VERíA að standa sig fyrir norðan í­ kvöld…