Snörl… Jæja, haustið er komið.

Snörl…

Jæja, haustið er komið. Það sannast á nefinu á mér sem er orðið stí­flað. – Það er því­ rétt að vara lesendur þessarar sí­ðu strax við því­ að ég mun á næstunni barma mér mjög. Mér er flest betur gefið en að bera mig kalmannlega í­ veikindum.

* * *

Fram tapaði, Hearts gerði jafntefli, allt í­ steik hjá Luton. Fótboltinn verður martraðarkenndari með hverjum degi sem lí­ður…

* * *

Stefni að því­ að taka það rólega í­ kvöld og halda áfram með Rebus-reifarann sem ég fékk frá mömmu – Resurrection Men. Þetta er þrettánda Rebus-bókin eftir Ian Rankin og ég hef lesið þær allar. Við tækifæri ætla ég svo að panta mér þá nýjustu og væntanlega lí­ka nýjustu Irving Welsh-bókina.

Jamm.