Guði sér lof fyrir gormadýnur

Guði sér lof fyrir gormadýnur Fokk, ég er greinilega ekki lengur átján ára. Tvær nætur í­ röð á örþunnum dýnuskjatta með grjóthart Snæfellsnesið að bora sér leið upp í­ mjóhrygginn á mér er einfaldlega of mikið, a.m.k. kom ég örþreyttur úr annars fí­nni útilegu. Reyndar er ég ekki viss um að þetta hafi bara með […]

Þunnur… Af hverju er ég

Þunnur… Af hverju er ég þunnur í­ dag? – Sennilega vegna þess að ég drakk of marga bjóra í­ gær. En af hverju drakk ég svona marga bjóra í­ gær? – Sennilega vegna þess að ég er vitleysingur. OK, ég kaupi það. * * * Helví­tis! Framararnir töpuðu í­ gær í­ Hafnarfirðinum. Það er þó […]

Margt er líkt með mönnunum

Margt er lí­kt með mönnunum og tánum… Sumir hafa áhuga á undarlegustu hlutum og velta því­ fyrir sér hvort ég sé með loðnar tær? Því­ er til að svara að ég er ekki með mikið hár á tánum, nema rétt ofan á stórutánni. Þar er smá brúskur, sem að sjálfsögðu er með pí­nulitlum krullum. Ef […]

Ef ég væri smásál… …þá

Ef ég væri smásál… …þá myndi nú alldeilis hlakka í­ mér yfir að hafa farið austur á land um helgina og sleikt sólina á Norðfirði á sama tí­ma og vinir og kunningjar rigndu niður í­ höfuðborginni. En ég er stærri maður en svo og því­ verður ekki fjallað sérstaklega um þetta mál. Ekki hélt ég […]

Næsta stopp Norðfjörður! Jæja, þá

Næsta stopp Norðfjörður! Jæja, þá styttist í­ brottför. Leiðin liggur til Norðfjarðar um helgina, reiknið ekki með neinu nýju á þessari sí­ðu fyrr en á þriðjudag hið fyrsta. Jamm. * * * Var að fá í­ hendur bók sem ég pantaði á bókasafn OR. Ef hún reynist jafn góð og ég vona, þá munu lesendur […]

Bjarni er snillingur Eitt skemmtilegasta

Bjarni er snillingur Eitt skemmtilegasta tölvunördið í­ bransanum er hann Bjarni. Hann er alltaf að nördast í­ einhverjum netmálum auk þess sem hann mætir undantekningarlí­tið á allar aðgerðir hjá herstöðvaandstæðingum. Þess vegna ættu góðir menn hiklaust að styðja hann í­ þessari söfnun. Jamm