Þraut fyrir tæknisögubuff Jæja, það er nú orðið langt um liðið frá því að ég hef efnt til spurningaleiks hér á blogginu. Raunar má segja að undirtektir hafi verið dræmar í þessum spurningaleikjum til þessa, en á hitt ber að líta að þeir fóru fram áður en ég varð besti og frægasti bloggari Íslands. Að …
Monthly Archives: september 2002
Mannslát á Klapparstíg Óskaplega er
Mannslát á Klapparstíg Óskaplega er búið að vera sorglegt að fylgjast með máli Steins írmanns sem varð mannsbani á fimmtudagskvöldið. Ég kannast ágætlega við móður Steins og hef því reglulega fengið fregnir af þeirri hörmungasögu sem líf hans hefur verið undanfarin ár. Væntanlega munu fjölmiðlar á borð við DV rifja hana upp með reglulegu millibili …
Frægur maður í sárum Fjandinn,
Frægur maður í sárum Fjandinn, ekki var nú gaman að tapa þessum bikarúrslitaleik í gær. Fylkismennirnir léku skynsamlega, vörnin okkar gerði afdrifarík mistök og við vorum óheppnir við mark andstæðinganna. Með smá heppni hefðu úrslitin hæglega getað orðið á annan veg. En þó úrslitin hafi verið svekkjandi var gærdagurinn frábær. Við Valur héldum upp í …
Spillir frægðin? Nú er
Spillir frægðin? Nú er ég búinn að vera besti og frægasti bloggari landsins í tæpan sólarhring og því rétt að fara að velta því fyrir sér hvaða áhrif þessi nýja staða sé að hafa á skapgerð mína og sálarlíf. Skemmst er frá því að segja að ég finn ekki á mér neinn mun, sem hlýtur …
Besta blogg á Íslandi Jæja,
Besta blogg á Íslandi Jæja, þá hef ég tekið tímamótaákvörðun í lífi mínu. Ég ætla að verða besti og frægasti bloggari á Íslandi. Hugmyndin er raunar undir beinum áhrifum frá blogg-verðlaunum The Guardian, sem valdi „Scaryduck – the blog that was nearly on the telly“ sem besta blogg Bretlands. Eftir smávangaveltur hef ég komist að …
Í jólaskapi… Jæja, þá er
Á jólaskapi… Jæja, þá er maður farinn að hugsa um jólin. Ekki kemur það til af góðu. Lét plata mig í að halda erindi um sögu jólalýsingar þann 11. okt. næstkomandi. Gallinn er að ég veit ekkert um jólalýsingu. Tek við ábendingum í: stefan.palsson@or.is – ef það eru einhverjir jólaljósanördar þarna úti. * * * …
Sótraftur á sjó dreginn…
Sótraftur á sjó dreginn… Það er ekki búið að fara vel af stað mótið hjá mínum mönnum í Luton. Liðið er rétt fyrir ofan fallsæti í 2. deildinni, sem er slakara en búist var við. Raunar má segja að glæsisigurinn á Watford í deildarbikarnum sé eini ljósi punkturinn á tímabilinu til þessa. Joe Kinnear veit …
Drengurinn með asnaeyrun Jæja,
Drengurinn með asnaeyrun Jæja, þá telst það fullsannað: ég er hálfviti. Fyrir mörgum vikum síðan dó fartölvan mín. Fyrst fraus hún gjörsamlega hjá mér og þvínæst tókst mér ekki að ræsa hana með nokkru móti. Hvað gerði Stefán þá – jú, bölvaði yfir að vera ekki lengur með tölvu heimafyrir og ákvað að fara með …
Fundir eru uppfinning andskotans Fokk,
Fundir eru uppfinning andskotans Fokk, var að koma af fundi kynningarsviðs og skrifstofu forstjóra OR sem eins og venjulega snerist einkum um rekstrartilhögun mötuneytisins og aðra þætti sem ég skil hvorki né kæri mig um að skilja. Á lok fundar tilkynnti ég svo glaðhlakkalegur að líklega myndi ég ekki mæta mikið meira á þessa vikulegu …
Dagurinn eftir gærkvöldið… Vá hvað
Dagurinn eftir gærkvöldið… Vá hvað ég var þunnur í morgun! Raunar var ég svo slappur að ég þurfti að láta Steinunni hringja í Óla Jó til að afboða mig í fótboltann (sem byrjaði ekki fyrr en hálf tvö!) Vonandi get ég lesið allt um framvindu mála þar hjá Svenna Guðmars. Af hverju var ég þunnur? …