Dagurinn eftir gærkvöldið… Vá hvað

Dagurinn eftir gærkvöldið…

Vá hvað ég var þunnur í­ morgun! Raunar var ég svo slappur að ég þurfti að láta Steinunni hringja í­ Óla Jó til að afboða mig í­ fótboltann (sem byrjaði ekki fyrr en hálf tvö!) Vonandi get ég lesið allt um framvindu mála þar hjá Svenna Guðmars.

Af hverju var ég þunnur? Tja, ég kenni um maraþonbí­lferð gærdagsins. Þar brunuðum við Valur norður á Akureyri, stoppuðum á Brú og Varmahlí­ð á norðurleiðinni og Staðarskála á leiðinni til baka. Staðarskáli rokkar, Brú sökkar.

Og hvers vegna var verið að ana þetta? Jú að sjálfsögðu til að horfa á Safamýrarstórveldið slátra KA-mönnum og senda Kebblaví­k niður um deild! Nú er svo sannarlega gaman að vera til! Ætli við tökum ekki bara bikarinn á laugardaginn kemur? Því­ gæti ég best trúað, enda eru Fylkismenn í­ sárum.

Annars voru lygilega margir Framarar á leiknum. Ætli þeir hafi ekki verið svona 100, sem er magnað miðað við að ekki var staðið fyrir skipulagðri hópferð. Sérstaka athygli vakti að Arnór Hauksson mætti ekki til leiks, þrátt fyrir að öll fjölskylda hans væri á svæðinu, sem og Oddbergur vinur hans. Bar mönnum saman um að þetta væri klén frammistaða hjá Jarlaskáldinu.

Og svo var brunað suður og beint í­ UVG-partý og þaðan á Ara. (Úttekt hvalsins og Óla Njáls á framvindu mála þar er nokkuð nærri lagi – nema að Óli Njáll gerði sig jafnvel að enn meira fí­fli en hann vill sjálfur viðurkenna.)

Af þessu má sjá, að þynnka dagsins í­ dag er auðskiljanleg og á sér þá einföldu skýringu að það er heilsuspillandi að sitja í­ bí­l í­ tí­u tí­ma. Kenningu Steinunnar þess efnis að það hafi farið illa í­ magann að blanda saman ljósum bjór, dökkum bjór, viskýi og rauðví­ni er einfaldlega ví­sað aftur til móðurhúsana.

Jamm.