Drengurinn með asnaeyrun Jæja,

Drengurinn með asnaeyrun

Jæja, þá telst það fullsannað: ég er hálfviti.

Fyrir mörgum vikum sí­ðan dó fartölvan mí­n. Fyrst fraus hún gjörsamlega hjá mér og því­næst tókst mér ekki að ræsa hana með nokkru móti. Hvað gerði Stefán þá – jú, bölvaði yfir að vera ekki lengur með tölvu heimafyrir og ákvað að fara með hana í­ viðgerð næst þegar fjárhagurinn leyfði.

Leið nú og beið og alltaf dróst að fara með tölvuna. Steinunn naggast reglulega yfir þessu, enda hyggur hún sér gott til glóðarinnar að geta komist í­ ritvinnsluna heima við. Alltaf hummaði maður þetta þó fram af sér.

Nema hvað, í­ morgun rennur á mig ofvirkniskast og ég snara gripnum með mér í­ vinnuna og ætla að skjótast í­ hádeginu í­ ACO-Tæknival. Rétt áður en stokkið er af stað ákveð ég samt að stinga tölvunni í­ samband og prufa að ræsa hana – til að geta betur lýst vandamálinu fyrir viðgerðarfólkinu. Sko til! Tölvan rýkur í­ gang og lætur eins og ekkert sé.

Er ég búinn að vera tölvulaus heima svo mánuðum skiptir að ástæðulausu? Hversu mikill aulabárður getur einn maður verið?