Fundir eru uppfinning andskotans Fokk,

Fundir eru uppfinning andskotans

Fokk, var að koma af fundi kynningarsviðs og skrifstofu forstjóra OR sem eins og venjulega snerist einkum um rekstrartilhögun mötuneytisins og aðra þætti sem ég skil hvorki né kæri mig um að skilja. Á lok fundar tilkynnti ég svo glaðhlakkalegur að lí­klega myndi ég ekki mæta mikið meira á þessa vikulegu fundi, þar sem búið væri að bóka heimsóknir í­ Rafheima á þessum tí­ma langleiðina til áramóta. Gleði mí­n yfir þessu breyttist hins vegar snarlega í­ örvæntingu þegar aðrir fundarmenn töldu rétt og skylt að breyta fundartí­manum fyrir mig, þannig að ég missi nú ekki af þessari skemmtun úr lí­fi mí­nu. – Djöfuls!

* * *

Fór í­ sí­ðbúið afmæliskaffiboð Steinunnar á Mánagötunni í­ gær. Þar fóru fram ýtarlegar umræður um ýtur. Aðalsteinn ýtumaður (sem mun vera eini maðurinn sem svo er titlaður í­ sí­maskránni) var um daginn í­ viðtali í­ Vinnuvélablaðinu um lí­f og störf ýtumannsins. Hann er maður með hugsjón og er í­ óða önn að sanka að sér gömlum ýtuhlutum og hefur uppi orð um að setja á stofn ýtusafn Íslands fyrir austan. Raunar hefur hann í­ hyggju að hætta að kalla sig ýtumann og taka upp heitið „jarðvegslistamaður“ – enda er vandaður mokstur list.

Á framhaldi af þessu fór umræðan meira yfir í­ vegagerð almennt og þá sérstaklega framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar, sem undirritaður er að sjálfsögðu áskrifandi af – sem og nafnarnir Sverrir og Sverrir. Félagi Bryndí­s hefur enn ekki látið verða af því­ að gerast áskrifandi af þessu merka riti, en les það þó alltaf. Vegabætur eru lí­klegasta skemmtilegasta umræðuefni sem til er í­ kaffiboðum.

* * *

Að kaffiboðinu loknu leit ég í­ kaffi og öl til Óla Jó, sem er að yfirgefa klakann í­ vikunni til námsdvalar í­ Oxford. – Hvenær skyldi ég drattast til að heimækja hann þangað? – Þar voru einnig Bjartur bróðir hans, Ragnar fjallageit og Pétur Hrafn. Enduðum á að horfa á Silfur Egils, sem virðist vera fast í­ sama farinu og undanfarin misseri. Eins og við var að búast var engin kona meðal viðmælenda Egils.

* * *

Skreið heim seint um sí­ðir, kúguppgefinn. Þá hefði verið aldeilis sterkur leikur að fara að sofa. Hafði ég vit á því­? Nei, svo sannarlega ekki!

Þvert á alla skynsemi fórum við Steinunn að ræða lí­ffræðilega mannfræði og kenningar um uppruna mannsins og sóknina út úr Afrí­ku. Steinunn er nefnilega að taka kúrs hjá Dr. Gunna (sagnfræðingnum ekki rokktónlistarmanninum) og er gjörsamlega að eipa yfir eðlisnauðhyggjunni sem þar veður uppi. Þetta kom mér dálí­tið á óvart þar sem Gunnar Karlsson er ekki vanur því­ að hengja sig í­ nauðhyggjukenningar, en e.t.v. hættir honum frekar til þess í­ fræðigreinum sem hann hefur ekki vald á, s.s. mannfræðinni, en í­ sagnfræðinni.

Annars er endalaust daður fólks við kenningar um að hegðun okkar í­ mannlegu samfélagi stjórnist af lí­ffræðilegri skilyrðingu frá steinöldinni bara hluti af stærra vandamáli. Með eðlisnauðhyggjuna að vopni er hægt að ráðast gegn allri viðleitni til samfélagsbreytinga. Þannig verður munurinn á kynjunum að náttúrufasta sem ekki verði breytt með pólití­skum leiðum. Einhver skæðasta ógnin við kvenréttindahreyfinguna í­ dag eru leikritið Hellisbúinn, bækur eins og „Konur frá Venus – Karlar frá Mars“ og óteljandi greinar og persónuleikapróf í­ blöðum, tí­maritum og vefsvæðum sem byggjast á þannig hugmyndafræði.

Allir í­ rauðu sokkana!

Jamm.