Sótraftur á sjó dreginn…

Sótraftur á sjó dreginn…

Það er ekki búið að fara vel af stað mótið hjá mí­num mönnum í­ Luton. Liðið er rétt fyrir ofan fallsæti í­ 2. deildinni, sem er slakara en búist var við. Raunar má segja að glæsisigurinn á Watford í­ deildarbikarnum sé eini ljósi punkturinn á tí­mabilinu til þessa.

Joe Kinnear veit að við svo búið má ekki sitja og er með nýjan markvörð í­ sigtinu. Það er enginn annar en gamli Rússinn frá Chelsea, Dimitri Kharine. Það væri áhugavert að sjá hann á milli stanganna hjá stórveldinu.

Annars er Joe Kinnear snillingur sem látið hefur hafa eftir sér ýmis kostuleg ummæli, þar á meðal: Plymouth? Who wants to go and play for Plymouth? People only go to Plymouth to die… og einnig: I´m glad we´re playing Plymouth this season because that´s 6 points we´re guaranteed.

* * *

Annars var að fjölga í­ bloggheimum. Vonandi mun Bryndí­s ekki láta sitt eftir liggja í­ þessu fremur en öðru.

Jamm.