Besta blogg á Íslandi Jæja,

Besta blogg á Íslandi

Jæja, þá hef ég tekið tí­mamótaákvörðun í­ lí­fi mí­nu. Ég ætla að verða besti og frægasti bloggari á Íslandi.

Hugmyndin er raunar undir beinum áhrifum frá blogg-verðlaunum The Guardian, sem valdi „Scaryduck – the blog that was nearly on the telly“ sem besta blogg Bretlands. Eftir smávangaveltur hef ég komist að því­ að svona vil ég lí­ka verða…

En hvað felst í­ því­ að verða besti og frægasti bloggari landsins? Verð ég það með því­ að rí­fa kjaft um allt og alla eins og Dr. Gunni eða varpa fram pólití­skum sprengjum eins og Björn Bjarnason? (Jú, ví­st er heimasí­ða Björns nokkurs konar blogg…) – Nei, svo sannarlega ekki! Dr. Gunni og BB eru nefnilega ekki frægir bloggarar heldur frægir menn sem blogga – á því­ er grí­ðarlegur munur.

Ef Linda Pé, Þorgrí­mur Þráinsson eða Sölvi Blöndal færu að blogga, þá myndu að sjálfsögðu milljón manns lesa sí­ðurnar þeirra – en það væri vegna þess að þau væru fræg fyrir. Markmið mitt er hins vegar að verða frægur á forsendum bloggsins sjálfs. Það er miklu erfiðara.

Hvernig verð ég frægasti og besti bloggari á Íslandi?

Hér er rétt að hafa það í­ huga að frægasti og besti bloggarinn er ekki endilega sá sem skrifar besta textann – ekki frekar en að frægustu tónlistarmennirnir eru ekki endilega mestu músí­kantarnir. Þetta er fremur spurning um í­mynd. Til að verða frægasti besti bloggari landsins þarf ég bara að sannfæra alla um að ég sé bæði góður og frægur.

Hvernig sannfæri ég alla um að ég sé bestur og frægastur?

ímsar leiðir eru færar að þessu marki. Ein er sú að skrifa skemmtilega og innihaldsrí­ka pistla sem spyrjast svo út, uns fleiri og fleiri byrja að lesa bloggsí­ðuna að staðaldri. Þessa leið má kalla frægur-að-verðleikum-aðferðin. Hún er augljóslega alltof tí­mafrek og erfið.

Önnur aðferð er sú að hamra stöðugt á því­ að maður sé frægur og snjall. Með því­ að endurtaka slí­kar fullyrðingar nægilega oft og lengi er lí­klegt að fólk fari með tí­manum að leggja trúnað á þær. Þannig hugsi menn: „Stefán! Já, hann er nú svo frægur og snjall. Best að lesa bloggið hans í­ dag.“ – Þessa tækni mætti kalla Samfylkingaraðferðina.

Já, það er ekki tekið út með sældinni að vera besti bloggari Íslands.