Frægur maður í sárum
Fjandinn, ekki var nú gaman að tapa þessum bikarúrslitaleik í gær. Fylkismennirnir léku skynsamlega, vörnin okkar gerði afdrifarík mistök og við vorum óheppnir við mark andstæðinganna. Með smá heppni hefðu úrslitin hæglega getað orðið á annan veg.
En þó úrslitin hafi verið svekkjandi var gærdagurinn frábær. Við Valur héldum upp í Framheimili strax um morguninn, löptum bjór og spjölluðum við aðra Framara. Segja má að þessi heimsókn hafi snúist upp í massívt nostalgíukast því þarna voru kempur frá níunda áratugnum á hverju strái. Pétur Arnþórsson, Þorsteinn Þorsteinsson, Viðar Þorkellsson, Pétur Ormslev, Helgi Björgvinsson, Kristján Jónsson og meira að segja Baldur Bjarnason. (Ég er örugglega að gleyma mörgum.)
Síðar um morguninn kom Steinunn með afa á svæðið. Hann skemmtir sér alltaf konunglega innan um Framarana, en það skyggir nokkuð á að hann er eiginlega sá eini sem er eftir af hans kynslóð. Hinir hafa týnt tölunni, heilsunni eða áhuganum. Þegar ég verð áttræður ætla ég að verða eins og afi. Mæta á alla Framleiki eins og grand old man.
Þegar á laugardalsvöllinn var komið bættist Sverrir í hópinn. Þangað ætlaði raunar Kolbeinn Proppé líka að mæta. Mr. Proppé er algjör rati í fótboltamálum og heldur bara með Knattspyrnufélagi Siglufjarðar og hvaða landsbyggðagúbbum sem hverju sinni spila við Reykvíkinga. Nú, eftir að hann ert orðinn borgarmálapólitíkus og kominn í stjórn íTR er ljóst að hann verður að taka upp nýja hætti. Og hvað er þá betra en að gerast Framari á gamals aldri?
Eftir leikinn töluðum við Valur og Sverrir aftur í okkur kjarkinn í þeirri kyndugu knæpu Wall Street Bar í írmúlanum. Þar kviknaði snilldarhugmynd sem verður að framkvæma á næsta keppnistímabili. – Raunar er hugmyndin svo góð að hún má ekki klúðrast. Meira um það að ári…
* * *
Nú um helgina er ég farinn að upplifa það að fólk er farið að vera feimnara í návist minni og stingur saman nefjum þegar ég geng fram hjá. Rosalega er frægðin fljót að segja til sín…
* * *
Og að lokum samviskuspurningin:
Hver á skóna?