Frægur maður í sárum Fjandinn,

Frægur maður í­ sárum

Fjandinn, ekki var nú gaman að tapa þessum bikarúrslitaleik í­ gær. Fylkismennirnir léku skynsamlega, vörnin okkar gerði afdrifarí­k mistök og við vorum óheppnir við mark andstæðinganna. Með smá heppni hefðu úrslitin hæglega getað orðið á annan veg.

En þó úrslitin hafi verið svekkjandi var gærdagurinn frábær. Við Valur héldum upp í­ Framheimili strax um morguninn, löptum bjór og spjölluðum við aðra Framara. Segja má að þessi heimsókn hafi snúist upp í­ massí­vt nostalgí­ukast því­ þarna voru kempur frá ní­unda áratugnum á hverju strái. Pétur Arnþórsson, Þorsteinn Þorsteinsson, Viðar Þorkellsson, Pétur Ormslev, Helgi Björgvinsson, Kristján Jónsson og meira að segja Baldur Bjarnason. (Ég er örugglega að gleyma mörgum.)

Sí­ðar um morguninn kom Steinunn með afa á svæðið. Hann skemmtir sér alltaf konunglega innan um Framarana, en það skyggir nokkuð á að hann er eiginlega sá eini sem er eftir af hans kynslóð. Hinir hafa týnt tölunni, heilsunni eða áhuganum. Þegar ég verð áttræður ætla ég að verða eins og afi. Mæta á alla Framleiki eins og grand old man.

Þegar á laugardalsvöllinn var komið bættist Sverrir í­ hópinn. Þangað ætlaði raunar Kolbeinn Proppé lí­ka að mæta. Mr. Proppé er algjör rati í­ fótboltamálum og heldur bara með Knattspyrnufélagi Siglufjarðar og hvaða landsbyggðagúbbum sem hverju sinni spila við Reykví­kinga. Nú, eftir að hann ert orðinn borgarmálapólití­kus og kominn í­ stjórn íTR er ljóst að hann verður að taka upp nýja hætti. Og hvað er þá betra en að gerast Framari á gamals aldri?

Eftir leikinn töluðum við Valur og Sverrir aftur í­ okkur kjarkinn í­ þeirri kyndugu knæpu Wall Street Bar í­ írmúlanum. Þar kviknaði snilldarhugmynd sem verður að framkvæma á næsta keppnistí­mabili. – Raunar er hugmyndin svo góð að hún má ekki klúðrast. Meira um það að ári…

* * *

Nú um helgina er ég farinn að upplifa það að fólk er farið að vera feimnara í­ návist minni og stingur saman nefjum þegar ég geng fram hjá. Rosalega er frægðin fljót að segja til sí­n…

* * *

Og að lokum samviskuspurningin:

Hver á skóna?