Mannslát á Klapparstíg Óskaplega er

Mannslát á Klapparstí­g

Óskaplega er búið að vera sorglegt að fylgjast með máli Steins írmanns sem varð mannsbani á fimmtudagskvöldið. Ég kannast ágætlega við móður Steins og hef því­ reglulega fengið fregnir af þeirri hörmungasögu sem lí­f hans hefur verið undanfarin ár. Væntanlega munu fjölmiðlar á borð við DV rifja hana upp með reglulegu millibili næstu árin af þeirri einstöku smekkví­si sem þá einkennir.

Það virðist núna vera svo ótrúlega stutt sí­ðan ég frétti af því­ að Steinn hefði verið útskrifaður af Sogni, þrátt fyrir að allir vissu að hann væri ekki heill. Fjölskylda hans varð miður sí­n, því­ hún óttaðist að einmitt eitthvað svona gæti gerst. Viljum við búa í­ samfélagi þar sem sérfræðingar freistast til að útskrifa menn of snemma af réttargeðdeildum til að spara í­ kerfinu? Mun þetta mannslát duga til að raunverulegar breytingar eigi sér stað, eða gleymist málið fljótt vegna þess að sá látni var lí­ka ógæfumaður?

Maður verður hreinlega niðurdreginn af því­ að hugsa um þetta mál og þá sérstaklega vesalings fjölskylduna sem hefur mátt lifa í­ skugga þessa í­ mörg ár.

* * *

Fór í­ gær á 24 Hour Party People. Hún er hreinasta snilld. Klúður að hafa ekki náð henni á stærra tjaldi en í­ kjallaranum í­ Háskólabí­ói.

* * *

Fór lí­ka á Fram – Þór í­ handboltanum í­ gær. Það var langt frá því­ að vera snilld. – Óskaplega voru mí­nir menn lélegir. Spurning um að sleppa því­ alveg að fylgjast með handboltanum í­ vetur…