Rafveitukveðskapur Langt er um liðið

Rafveitukveðskapur

Langt er um liðið frá því­ að ég birti sí­ðast rafveitutengdan kveðskap hér á sí­ðunni. Er það miður því­ fjölmörg skemmtileg kvæði hafa verið samin af starfsmönnum raforkugeirans á undanförnum árum og áratugum. Grí­pum niður í­ eitt slí­kt eftir ónafngreindan höfund frá árinu 1973:

(lag: Það var kátt hérna…)

Ef bilaða jarðstrengi brátt þarf að laga
þá byrjar oft skelfileg hörmunga saga.
Hver kaunið er, komist að því­.
Þá mælingastjórinn með mögnuðum krafti
mönnunum segir að steinhalda kjafti,
því­ meinsemdin múffum er í­.

Og Elliðaárvirkjun er ellihrum orðin
og endist oft takmarkað orkunnar forðinn,
því­ fólkinu fjölgar hér skart.
Þá aðflutningslí­nurnar ástandið laga,
svo ekki sé skorturinn ávallt til baga,
en tí­ðarfar tekur oss hart.

Með raforkuskömmtun við reyndum að bjarga
þótt ráðamenn okkar það snerti ví­st marga,
þegar Búrfellsins lí­nan hún brast.
Þá skömmuðust ýmsir og skí­t gáfu í­ hana,
sig skóku og hristu af eldgömlum vana
og sögðu slí­kt helví­ti hart.

Jamm