Salómon dæmir…
Það er greinilegt að menn hafa miklar skoðanir á spurningaleiknum skemmtilegra, sem er ekkert skrítið þar sem kolakraninn var últrasvalt mannvirki. Daða er þakkað fyrir skemmtilega ljósmynd af krananum (og já, ég les stundum síðuna hans þannig að hann þarf ekkert að klaga í Þóru systur.)
Eitthvað var Sverrir sár yfir að hafa ekki fengið stig fyrir Hegrann og virðist Kötturinn ætla að taka upp fyrir hann þykkjuna. Á þetta verður þó ekki hlustað. Á fyrsta lagi mega þeir Viðar og Sverrir báðir vita að í spurningaleikjum gengur ekki að svara í hálfkveðnum vísum eða muldra út úr sér svörum í símskeytastíl. Á annan stað, þá telst úrlausn Bryndísar miklu glæsilegri þar sem hún fór í víðtæka rannsóknarvinnu sem meðal annars fólst í því að hringja í fyrrverandi Hitaveitustjóra, sem að sögn lá andvaka í heila nótt að reyna að rifja upp byggingarár kranans.
Því til viðbótar fræddi Bryndís mig á því að reistur hafi verið annar kolakrani á árum fyrri heimsstyrjaldarinnar, en sá hafi verið rifinn – að sögn vegna raforkuskorts. Mikið væri gaman ef hægt væri að fá blogg um þetta Bryndís!
Sem sagt, úrslitin standa.
* * *
Letikvöld heima á Hringbraut í gær. Horfðum á The Big Lebowski, sem er einmitt uppáhaldsmynd Sverris Guðmundssonar. Notaði tækifærið til að klára Bowmore flöskuna mína og uppgötvaði í leiðinni að viský-safn heimilisins er orðið nokkuð rýrt. Allar flöskur komnar vel niður fyrir miðju og varla nema botnlögg í flestum. Verð að taka mig á og kaupa mannsæmandi safn. Bíð þó líklega fram yfir átjánda af augljósum ástæðum.
Hélt áfram með Porno sem var farin að rykfalla á náttborðinu (sem er í raun ekki náttborð heldur gluggasylla). Ég er enn óákveðinn um hvað mér finnst um þessa bók. Öðrum þræði er þetta bara klám og viðbjóður, með lýsingum á nauðgunum og rassaríðingum sem eru eins klisjukenndar og sjoppulegar og hugsast getur – en á sama tíma virðist höfundurinn vera afskaplega meðvitaður um þetta og lætur í það skína að um ádeilu sé að ræða. Á sjálfu sér er þetta ekki ósvipað bíómyndum sem sýna skefjalaust ofbeldi en fá þann stimpil að vera stórmyndir þar sem þær „sýni ljótleikann“ í stað þess að lofsama ofbeldið. Ég hef aldrei haft mikla þolinmæi gagnvart slíkum myndum.
En hver veit, kannski kemur endir bókarinnar á óvart…
* * *
Luton mætir Aston Villa á útivelli í 2. umferð deildarbikarsins í kvöld. Ég hef alltaf verið pínku skotinn í Aston Villa í efstu deild, en í kvöld verða engin grið gefin. – Óvæntustu úrslit umferðarinnar skulu það verða – 0:2, Spring og Fotadis hvor með sitt markið!
Jamm