Frægir menn á safninu Óli

Frægir menn á safninu

Óli Gneisti rekur það alltaf samviskusamlega þegar frægt fólk kemur í­ heimsókn til hans í­ verslunina. Ætti ég að taka upp á því­ sama með Minjasafnið hér á sí­ðunni? Nei, ég er ekki viss um að það myndi mælast vel fyrir hjá yfirmönnum mí­num og lí­klega þætti einhverjum það stappa nærri persónunjósnum.

Engu að sí­ður er sjálfsagt að segja frá því­ að í­ eftirmiðdaginn mun meistaraflokkur Skagamanna í­ knattspyrnu karla stinga inn nefinu, væntanlega á leið í­ eitthvert kvöldverðarboð. Þetta er í­ fyrsta sinn sem ég tek á móti heilu fótboltaliði, en þeir knattspyrnumenn sem hingað hafa komið eru býsna fáir. Eftirminnilegasta heimsókn knattspyrnumanns er þó þegar höfuðsnillingurinn Salih Heimir Porcha kom með hóp krakka úr unglingavinnunni sem hann var verkstjóri yfir. Þetta sumar var heill unglingavinnuárgangur dreginn í­ gegnum safnið og litu greinilega flestir á þetta sem kærkomið frí­ frá því­ að reyta arfa og raða túnþökum. En ekki krakkarnir hans Porcha! Hann byrjaði heimsóknina á að hrópa yfir hópinn: „Þið eruð í­ vinnunni. Á morgun verður próf um það sem við sjáum hér á safninu. Ef þið getið ekki svarað spurningunum, þá fáið þið þennan dag ekki borgaðan…“ – Aldrei hefur unglingavinnuhópur fylgst jafn vel með leiðsögninni á Minjasafni Orkuveitunnar…

* * *

Fyrir tækni- og framkvæmdabuff eins og mig, var forvitnilegt að lesa Moggann í­ morgun um lengingu og breikkun landfyllingarinnar við Norðurgarð. Það er ekkert smáræðis svæði sem Grandi hefur hugsað sér að bæta við athafnasvæðið! Svæðið úti í­ Örfirisey er orðið ákaflega skemmtilegt og mikill myndarbragur á flestu. Þó mun ég sakna garðsins sem verður ekki svipur hjá sjón eftir landfyllinguna. Þegar ég var grí­slingur, þá fannst mér fátt skemmtilegra en að hlaupa eftir garðinum og klöngrast upp í­ innsiglingarvitann. Ég held að ég hafi dregið alla félaga mí­na þangað út eftir.

Á seinni tí­ð hef ég reynt að halda þessu áfram. Þannig dró ég Steinunni, jafnvægislausa og hálflofthrædda þarna út eftir – óttaðist reyndar helst að ég þyrfti að bera hana til baka. Öðru máli gegndi hins vegar kvöldið sem ég teymdi Óla Jó, írmann og Sverri í­ maraþongönguferð um Vesturbæinn og ætlaði svo að enda úti í­ vita. Þegar að hafnargarðinum kom tóku þeir þremenningarnir sig til og harðneituðu að stí­ga einum fæti út á garðinn. Töldu þeir þetta hið mesta feigðarflan og okkur öllum bráður bani búinn ef lengra yrði haldið. Skipti þar engu máli þótt ég brigslaði þeim öllum um ergi ef þeir ekki þyrðu, grátbændi eða reyndi að draga þá í­ orðsins fyllstu merkingu.

Kannski þora þeir út eftir þegar landfyllingin verður komin?

* * *

Kettinum er bent á að lesa betur neðar á sí­ðunni. Ví­st er ég búinn að svara tæknisögugetrauninni…