Árni Johnsen og þingframboðið Óskaplega

írni Johnsen og þingframboðið

Óskaplega fer það í­ taugarnar á mér þegar fjölmiðlar éta hver upp eftir öðrum bullfréttir sem enginn fótur er fyrir.

Nú sí­ðast er hver fréttin búin að reka aðra um mögulegt þingframboð írna Johnsen; að uppstilling en ekki prófkjör hafi orðið ofan á hjá í­haldinu á Suðurlandi til að bola honum burtu eða að hann hafi ekkert gefið út á framboðsmál á e-u kjördæmisráðsþingi.

Vissulega væri það saga til næsta bæjar ef írni væri á leiðinni í­ framboð, en slí­kt er ekki og hefur aldrei verið í­ kortunum. ístæðan er einfaldlega sú að írni væri ekki kjörgengur þar sem hann hefur ekki setið af sér dóminn, né fengið honum aflétt að einhverju eða öllu leyti. Á meðan svo er, þá er tilgangslaust að velta því­ fyrir sér á einn veginn eða annan hvort írni sé á leiðinni í­ framboð – HANN EINFALDLEGA GETUR ÞAí EKKI…

Og hættið svo að skrifa forsí­ðufréttir um þetta í­ Fréttablaðið ! ! !

* * *

Á kvöld er stefnan tekin á undirbúningsfund fyrir 11. október. Eins og allir þeir sem rambað hafa inn á Múrinn í­ dag ættu að vita, þá mun eitthvað mikið gerast þann 11. okt. – Fylgist spennt með!

* * *

Framararnir fengu Þór í­ 16-liða úrslitunum í­ bikarnum. Á maður að mæta og sjá Safamýrarstórveldið ná fram hefndum? Ekki verður leikurinn í­ það minnsta leiðinlegri eða lélegri en sí­ðasta viðureign þessara liða!

Önnur samviskuspurning – ætti ég að mæta á landsleikinn gegn Skotum? Verandi sá Skotavinur sem ég er, þá færi illa á öðru – en á hinn bóginn er á nippinu að maður tí­mi þessu. Einkum þar sem ég er farinn að lifa á sní­kjum frá Steinunni fram að næsta kreditkortatí­mabili. (Steinunn fær engan tengil hér í­ refsingarskyni fyrir að hafa ekki bloggað í­ marga daga…)