Mér leiðasta svo e-e-eldhúsverkin… Úff,

Mér leiðasta svo e-e-eldhúsverkin…

Úff, alveg vissi ég að það kæmi að lokum í­ hausinn á mér að hleypa Steinunni í­ þessa kynjafræði í­ Háskólanum. Núna er hún hægt og bí­tandi að komast að því­ hvað ég er mikill durtur og endar lí­klega á að lemja mig með uppþvottaburstanum. Þetta er farið að minna í­skyggilega á sjónvarpsserí­u dauðans á RÚV um stelpuna sem skildi við kallinn sinn til að fara að læra bókmenntafræðafræði í­ háskóla…

Nema hvað, Steinunn veltir því­ sem sagt fyrir sér í­ dag hvort hún sé „fórnarlamb kynbundinna staðalmynda á heimilinu“. Því­ er fljótsvarað – já. Ekkert frekar vegna þess að ég sé leiðinda púngrotta og karlrembusví­n, heldur af þeirri einföldu ástæðu að ég er rati í­ heimilisstörfum. Fyrst eftir að ég flutti að heiman og fór að búa einn á Hringbrautinni, át ég bakkamat frá Múlakaffi í­ hádeginu, ristaði brauð á kvöldin og ryksugaði um jólin. Fljótlega gafst maginn upp á að mótmæla þessu mataræði og vinir mí­ni með rykofnæmi hættu að koma í­ heimsókn. – Sem sagt, fí­nt!

Nú er hugmyndin um að skipta eldhúsverkunum jafnt ákaflega góð – í­ teorí­unni. Á raunheimum væri hins vegar hætt við því­ að það þýddi pönnusteiktan beikonbúðing þrjá daga í­ viku og Vilko-súpu fjórða daginn. Ekki veit ég hvað manneldisráð segði við því­…

Jamm