Um skiptar skoðanir og leiklistargyðjuna…

Um skiptar skoðanir og leiklistargyðjuna…

Hahaha… það tók ekki langan tí­ma að fá viðbrögð við sí­ðasta bloggi!

* Bryndí­s (sem er mesta karlrembusví­n sem ég þekki, a.m.k. úr hópi kvenna), hvetur mig til dáða og hefur enga samúð með Steinunni vinkonu sinni.

* Bjarni kemur með fí­na pælingu um gildi verkaskiptingar og hvort rétt sé að vera stöðugt með skeiðklukkuna á lofti. Það er útlit fyrir fjörugum umræðum um það mál á spjallrásinni hans.

Þá gefur Erna mér á baukinn á bloggsí­ðu Ernu og Mödda (gaman verður að sjá hvað Möddi hefur um málið að segja). Erna hankar mig á orðalaginu að ég hafi „hleypt Steinunni“ í­ kynjafræðina. – Vissulega góður punkur, en lí­klega hefði ég átt að segja: „þegar ég RAK Steinunni í­ kynjafræðina“. Þannig er mál með vexti að í­ vor var stelpan svo óákveðin hvað hún ætti að fara að gera; hvort hana langaði í­ háskólann og þá í­ hvaða grein – að ég endaði á að setja henni úrslitakosti. Annað hvort kæmist hún að einhverri niðurstöðu fyrir lokaskráningardag eða hún færi í­ þetta – og svo fór sem fór.

Er samt ekki viss innri mótsögn fólgin í­ því­ að læra að verða feministi vegna þess að kærastinn skipar manni það???

* * *

Það er ví­st óhætt að ljóstra því­ upp núna, að á föstudagskvöldið verður Múrinn með skemmti- og fjáröflunarkvöld að Hallveigarstöðum. Þar mun sá er þetta ritar koma fram í­ a.m.k. tveimur hlutverkum í­ nýrri leikgerð Atómstöðvarinnar. (Atómstöðin flutt á sjö mí­nútum!) – Aðrir leikarar verða félagar mí­nir úr ritstjórninni.

Fer því­ vel á því­ að rifja hér upp leiklistarferil minn. Á gaggó kom ég fram í­ tveimur skólaleikritum, sem bæði voru samin af mér, myndlistarmanninum Sí­rni og Kolla Guðmunds. Fyrra verkið var byggt á sögunni um Mjallhví­ti og dvergana sjö – einkenndist það af ærslahúmor og féll vel í­ kramið á jólaskemmtun Hagaskóla. írið eftir gerðum við annað stykki, nokurs konar háðsádeilu á James Bond-myndirnar. Það var lí­klega lélegasta leikrit í­ heimi og má undrum sæta að við höfum ekki verið lamin í­ plokkfisk þegar sýningu þess lauk af reiðum áhorfendum.

Á menntó settum við Palli Hilmars og Úlfur Eldjárn upp afbragðsgóðan leikþátt á árshátí­ð. Fjallaði það einkum um Clinton-fjölskylduna og kynnum hennar af undarlegu fólki, s.s. morðóða rafmagnsmælaálesaranum ístráði ístvaldssyni. Skemmtu leikararnir í­ verkinu sér konunglega meðan á flutningi stóð – en fáir aðrir.

Sí­ðar kom ég að uppsetningu leikþáttar um „Hví­ta ví­kinginn“ á Skólafélagsárshátí­ð. Þar lék ég Þangbrand biskup, sem var ber að ofan og kepptist við að berja sjálfan sig með leðuról sönglandi „Hví­ti Kristúr, Hví­ti Kristúr…“ – AUðvitað var það stykki dæmt til að floppa. Hvernig er hægt að gera paródí­u byggða á mynd eftir Hrafn Gunnlaugsson? Það er tví­verknaður!

Á ljósi þessa leiklistarferils geta áhorfendur mætt fullir tilhlökkunar á föstudaginn!