Jæja… Það tók drjúgan tíma

Jæja…

Það tók drjúgan tí­ma að berja sig í­ gegnum bloggsí­ðufrumskóginn í­ morgun, því­ auðvitað var ég nógu hégómlegur til að vilja lesa það sem fólk hafði til málanna að leggja um Kastljósþátt gærdagsins með okkur Salvöru. Einhverjir svekkja sig yfir því­ að þátturinn hafi verið frekar þurr. Auðvitað var hann þurr. Reyndar var ég búinn að setja mig í­ ennþá greindarlegri stellingar fyrir upptöku og byrjaður að æfa í­ huganum lærðar ræður um það hvernig lí­f á netinu endurspeglaði postmóderní­skt ástand samtí­mans; muninn á lýðræðislegum og gerræðislegum tæknikerfum; kenningar um útbreiðslu tæknikerfa og breyttum viðtökuhópum tækninnar og fræðilegar pælingar um blogg sem heimildir fyrir sagnfræðinga framtí­ðarinnar. – Einhvern veginn fokkaðist það allt upp þegar í­ upptöku var komið.

Sigmar og Eva Marí­a voru greinilega komin í­ þann gí­r að velta sér mikið upp úr „skuggahliðum“ bloggsins, væntanlega innblásin af „stóra blogg-eineltismálinu“ úr Séðu og heyrðu. Sem betur fer féllu þau á tí­ma áður en sú umræða komst verulega í­ gang. Að reyna að gera það að einhverju aðalmáli að hægt sé að ní­ða skóinn af einhverjum á bloggsí­ðunni sinni er stórkostlegur misskilningur á eðli og tilgangi bloggsins. – Er ég sá eini sem man eftir því­ þegar Logi Bergmann Eiðsson flutti æsifréttina þar sem hann stóð fyrir utan Tæknigarð og upplýsti almenning um að Háskólinn væri að fjármagna og ýta að fólki einhverju sem héti „Inter-net“ og að þar flyti allt af barnaklámi og viðbjóði…

* * *

Erna vill ekki búa til nýtt orð í­ staðinn fyrir blogg. Þar sem hún er í­slenskufræðingur þori ég ekki að mótmæla.