Ég og Beta rokk (Hvað

Ég og Beta rokk

(Hvað ætli ég fái margar margar heimsóknir bara út af titlinum á þessu bloggi.)

Beta rokk rifjar upp gamalt fyllerí­ á Egilsstöðum þar sem við vorum bæði stödd. Tilvitnun hefst:

ég kannast aðeins við hann sí­ðan ég var í­ ræðuliði ms. hann var ræðudómari og fór með í­ ferðina til egilsstaða sem varð til þess að ræðuliðið mitt var rekið úr skólanum í­ viku og var sektað um heil ósköp og eitthvað. smánarblettur á sögu ms en djöfull var gaman. allavega…honum fannst ekki eins skemmtilegt og okkur en mikið er hann vel að máli farinn pilturinn.

Eitthvað man ég nú eftir þessari ferð. Ætli þetta hafi ekki verið veturinn 1996-7. Ég var í­ sagnfræðinni ásamt Magnúsi Sveini Helgasyni, sem margir þekkja betur sem „Magga finnska“ (af því­ að hann bjó í­ Finnlandi og talaði finnsku eins og innfæddur) eða „Magga hip-hop“ (af því­ að hann vann hjá Júlla Kemp á skí­tabúllunni Tetris þar sem börnin bruddu e-pillur). Maggi var þá að þjálfa MS-liðið ásamt Nóra félaga sí­num. Hann var mjög ákafur og ætlaði að gera stóra hluti með MS, komast a.m.k. í­ undanúrslit og ég veit ekki hvað.

Þegar lí­ða tók að keppni MS og ME á Egilsstöðum í­ fyrstu umferð hringdi Maggi í­ mig og vildi fá mig sem dómara. Reyndar höfðu ME-ingarnir stungið upp á mér, enda hafði ég haldið fyrir þau ræðunámskeið þá um haustið. Bæði lið töldu því­ að ég yrði þeim hliðhollur.

Ég gerði Magga og Egilsstaðabúunum grein fyrir því­ að ég þekkti fólk sem tengdist báðum skólum, en að ég treysti mér til að vera óhlutdrægur. Ég samþykkti að dæma keppnina, enda leist mér vel á að fá flugfar og hótel til að hitta Palla Hilmars sem þá var í­ ME. Meðdómarar mí­nir voru trúbadorinn Kristí­n Eysteinsdóttir og stelpa úr MR, sem sí­ðar kom í­ ljós að var vinkona MS-inga og hafði ætlað sér að fara austur og djamma með MS-liðinu.

Aumingja MS-liðið, með Betu rokk (þá þekkt sem Beta buff úr hljómsveitinni Á túr) sem liðstjóra, gerði þau grundvallarmistök að reyna að vera töff og fyndin. Það var dauðadæmt þar sem þau mættu ekki með neitt stuðningslið og Héraðsstubbarnir frá Egilssöðum voru aldrei að fara að hlægja að bröndurum frá liðinu að sunnan. Á sama tí­ma talaði ME-liðið beint frá hjartanu og var skemmtilega sveitó. Að lokum gátum við Kristí­n ekki annað en dæmt þeim drjúgan sigur. MR-ingurinn dæmdi þveröfugt.

Gott og vel. Nú var skiljanlegt að MS-ingarnir væru svekktir að hafa tapað gegn sveitavarginum í­ fyrstu umferð eftir að hafa ætlað að gera stóra hluti. Við því­ hefðu eðlilegustu viðbrögðin verið að detta í­ það á Orminum á Egilsstöðum, gráta ofan í­ bjórinn og fara svo að sofa. En, nei!

Á fyrsta lagi fór keppnin ekki fram á Egilsstöðum, heldur að Eiðum þar sem tí­undu bekkingum og busum úr ME var haldið í­ heimavist. Þar hafði MS-liðinu lí­ka verið skipað niður. (Stór mistök.) Á öðru lagi var ekki búið að redda bí­lstjóra fyrir MS-inga og Egilsstaðabúarnir höfðu gert ráð fyrir að þeir myndu bara fljóta niður í­ bæ í­ sömu rútu og stuðningslið ME. (Önnur stór mistök. Hvaða lið sem er nýbúið að tapa vill hanga í­ rútu með heimsku klappliði andstæðingsins?) – Á þriðja lagi ályktuðu nemendafélagsforkólfarnir úr ME að úr því­ að MS-ingar vildu ekki fara í­ bæinn með rútunni, þá ætluðu þau bara snemma í­ háttinn… (Stærstu mistökin!)

Það sem á eftir gerðist er fyrir löngu komið í­ sögubækur á Héraði. MS-ræðuliðið, MR-dómarinn og slatti af 15-16 ára börnum hrundu í­ það, brutust inn í­ sundlaug, mölvuðu einhverjar rúður, þjálfarar jafnt sem liðsmenn gerðust fjölþreifnir til smástelpna og ég veit ekki hvað. – Ég, Kristí­n Eysteins og Palli sátum fram eftir nóttu á Orminum og skemmtum okkur vel á kostnað Morfís-stjórnar. Það var ekki fyrr en daginn eftir að fregnir fóru að berast af hamagangnum á Eiðum. Og ég held að ég hafi aldrei nokkru sinni séð þynnri og veiklulegri flugfarþega en Magga finnska, Betu buff & co. á leiðinni heim.

Jamm…

* * *

Já, Palli það er rétt! Mælaaflesarinn hér Skriffinnur ekki ístráður.