Kverkaskítur, hálsbólga og kvef…
…nei, hafið ekki áhyggjur kæru lesendur. Landsins frægasti og besti bloggari liggur ekki fyrir dauðanum heldur hans ektakvinna sem hóstaði samfellt í tólf klukkutíma í gærkvöld og nótt. Því miður hefur Steinunn tekið upp þann ljóta sið eftir mér að vola og væla í hvert sinn sem henni verður misdægurt. Þetta þýðir að ég þarf að leika einhverja h****** Florence Nightengale í kvöld og get því væntanega ekkert rifjað upp hina stórgóðu og skemmtilegu vísindaheimspekibók Knowledge and Social Imaginary eftir David Bloor eins og ég var þó búinn að lofa Skúla Sigurðssyni að gera.
Skúli, meistari minn og lærifaðir á sviði vísinda- og tæknisögu, er nefnilega á leiðinni heim á skerið í þessari viku, þar sem hann ætlar að:
a) tala á málþingi um alþjóðavæðingu um næstu helgi og er búinn að pína mig til að halda smá tölu.
b) klára ásamt mér grein um undirstöður félagsfræði vísindaþekkingar (og þess vegna þarf ég að komast í að klára Bloor).
– Sem sagt, vísindin víkja fyrir sjúkraliðahlutverkinu.
* * *
Ekki ætla ég að skrifa stafkrók um skemmtikvöld Múrsins utan það að eftir þessa glæsilegu byrjun er Freyr Eyjólfsson fær í flestan sjó sem trúbador. Raunar hitti ég Frey aftur á laugardeginum á landsleik dauðans. – Hvað er að? Af hverju kunna varnarmennirnir okkar ekki að senda boltann? Hves vegna er fyrstu deildar leikmaður úr Kebblavík í landsliðinu? Akkurru? Akkurru?
Eftir leikinn ákváðum við Freyr að drekkja sorgum okkar á Grand Rokk. Þar duttum við inn á dagskrá andstæðinga virkjanaáformanna fyrir austan. Ég verð að segja að þessir laugardagsfundir á Grand Rokk eru að svínvirka. Þarna er fullt af fólki, stemningin góð, skemmtiatriðin frábær og fyrirlestrarnir flottir. – Landsliðið sökkar, umhverfisvinir rokka!
* * *
Það fór þó ekki allt illa í boltanum um helgina. Luton vann Celtenham og er komið fyrir ofan miðja deild. Það skyldi þó ekki vera að við meikuðum það í play-offs? – (Stilltu þig gæðingur – aldrei gott að fara upp tvö ár í röð…)