Nú er ég mjög hógvær

Nú er ég mjög hógvær maður…

…eins og allir vita. Fátt væri því­ fjær mér en að monta mig yfir hlutum á borð við vasklega framgöngu í­ fóltbolta eða öðru slí­ku. Það verður þó ekki hjá því­ komist að vitna hér í­ bloggið hans Svenna Guðmars um sunnudagsboltann. Þar segir hann:

Ég verð að sjálfsögðu að gefa skýrslu um leiki dagsins hjá Sheffield Sunday. Á mí­nu liði voru þeir Þórir, Pétur og Hallgrí­mur, en á móti okkur léku þeir Kjartan, Sigfús, Gunnar og Stebbi. Fyrsti leikurinn var æsispennandi og var jafnt á með liðum framan af leik. Þegar staðan var 9-8 fyrir okkur gerði ég hörmulega tilraun til að sóla Stebba, hann náði af mér boltanum og skoraði. Á næstu sókn settu kvikindin sigurmarkið og við sátum eftir með sárt ennið. Næsti leikur var svo hrein hörmung. En allt um það, þetta var skemmtilegur tí­mi eins og alltaf.

Hér er Svenni alltof harður við sjálfan sig. Ég myndi alls ekki segja að um „hörmulega tilraun“ hafi verið að ræða – þvert á móti bar Svenni sig mjög fimlega við að reyna að snúa sér fram hjá menn og eflaust hefði hann leikið minni spámenn grátt, en ég var kattliðugur og vel á verði og náði því­ knettinum af harðfylgi og skoraði glæsilegt mark þrátt fyrir vasklega framgöngu Hallgrí­ms. Rétt skal vera rétt!

* * *

Annars gerir Svenni vel í­ að benda lesendum á viðtal Fréttablaðsins við Sibba – hugsanlega yngsta sóknarprests landsins. Reyndar tekst Fréttablaðinu að draga upp hálf dauflega mynd af Sigfúsi með því­ að velta sér upp úr afrekum hans innan skátanna. Það sem þeir geta ekki um er að Sibbi var í­ skátafélaginu Ægisbúum, en Ægisbúar voru alræmdir innan skátahreyfingarinnar fyrir svall og ólifnað. Á sí­num tí­ma var meira að segja búið til hugtakið „klám-skáti“ til að lýsa þeirri kynslóð skátaforingja sem Sibbi tilheyrir.

* * *

Maður fær nú næstum því­ heimþrá aftur til Edinborgar við að lesa bloggið hans Rabba. Rafn er góður drengur og vonandi verður hann ekki lengi að læra inn á alla bestu barina í­ höfuðborg Skotlands. – Ef marka má sí­ðustu bloggfærslur virðist hann raunar vera á góðri leið í­ því­ efni.

Þá var ég að frétta að Bandarí­kjamaðurinn Doug, einn allra besti vinur minn í­ útlegðinni á sí­num tí­ma sé aftur kominn til Edinborgar. Þar með er orðið einsýnt að ég þarf að fara þangað í­ heimsókn hið fyrsta.

* * *

Á áðan var ég rannsakaður með félagsfræðilegum aðferðum til að komast að því­ hvaða tækni ég beiti í­ fyrirlestrahaldi í­ störfum mí­num. Það var móðir Óla Njáls sem gerði þessa merku rannsókn sem ég vona að komi út á bók hið fyrsta…

* * *

Næsta tí­ser-herferð er hafin úr því­ að það tókst svona vel að auglýsa 11. október.

Hvar verður þú 24. og 26. október???