Langflottastur… Jæja, landið er nokkuð

Langflottastur…

Jæja, landið er nokkuð tekið að rí­sa frá því­ á fimmtudaginn. Á fyrsta lagi er ég ekki eins kvefaður og fyrr. Á öðru lagi er komið nýtt kreditkortatí­mabil og ég get því­ haldið áfarm að neita að horfast í­ augu við fjárhagsstöðuna. Og í­ þriðja lagi er ég búinn að grynnka nokkuð á verkefnunum sem lágu fyrir.

Á dag dró ég saman þræði í­ tækni- og alþjóðarvæðingarmálstofu á alþjóðlegu ráðstefnunni í­ Háskólanum. Það var fí­nt. Reyndar voru bara 13 áheyrendur, en það var ekki við öðru að búast með Baumann í­ næstu stofu að vera langmesti töffarinn.

Þessu næst gengum við Steinunn (sem er með ráðabrugg á prjónunum) í­ að ljósrita plaggat fyrir komu Mark Steel. Reyndi þar nokkuð á föndurfærni okkar, enda höfðu listaspí­rurnar hannað kúl plakat fyrir komu einhvers „Mike Steel“. – En það gekk þó upp og vonandi verða plakötin komin út um alla borg innan tí­ðar.

Núna stendur yfir móttaka fyrir Félag nema í­ rafiðnum hér á safninu. Það gerist tvisvar á ári í­ tengslum við útskriftina þeirra og er alltaf roknastuð.

Á morgun verður Dagfari sendur út og áhyggjum mí­num fækkar um einar í­ viðbót. – Er nema von þótt ég sé kátur.

* * *

Til að fullkomna kæti mí­na vann luton sinn fimmta leik í­ röð og er komið í­ góð mál. Fórnarlömb dagsins: Oldham á útivelli…

* * *

Nei, Sverrir – það er ekki sjálfgefið að þú verðir valinn næst-besti bloggarinn. Og Svenni ekki heldur! Þetta verður langt og strangt val – kannski með smá Bachelor-í­vafi…

Jamm