Véfrétt dagsins
Á samskiptum við suma skyldi varast að ofnota 2. persónu fleirtölu í stað 2. persónu eintölu – jafnvel þótt flestir viti hið sanna í málinu.
Þetta munu ýmsir skilja; aðrir fá útskýringu síðar; öðrum kemur þetta ekki við.
Jamm
* * *
Nú eru margar vikur liðnar frá því að ég heimsótti síðast ömmu mína og afa. Það er ákaflega lélegt og úr því verður að bæta hið fyrsta. Allir skyldu vera góðir við ömmur sínar og afa.
Jamm.
* * *
Héðinn Gilsson er ennþá seigur í handbolta – a.m.k. tókst honum að leika Aftureldingu grátt í gær. Framararnir voru bara funheitir. Hver veit nema að ég fari bara að mæta reglulega á handboltaleiki á næstunni. Þessi leiktími, kl. 17 á sunnudögum er fantagóður. Maður hefur ekkert betra að gera á þessum tíma en að skella sér á völlinn.
* * *
Ormurinn rekur afar skemmtileg dæmi um einkunnakerfi bloggara. Skyldi enginn bloggari vera með gamla grunnskólakerfið: ágætt; gott; sæmilegt; ófullnægjandi? Það er sko einkunnakerfi í lagi!
* * *
Jæja, ekki er þetta efnismikið blogg. Kannski hendi ég einhverju bitastæðara inn síðar í dag – kannski ekki. Á það minnsta er vika dauðans gengin í garð. Þar þarf að bjarga landsráðstefnu SHA, flytja inn eitt stk. breskan skemmtikraft og leggja drög að grein um undirstöður félagsfræði vísindaþekkingar eins og hún birtist í Fleck, Bloor og kannski líka Barnes.
Stuna